Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

6.9.08

Ég er víst bara fátæklingur

Í gærkvöldi hringdi síminn.

„Halló?“

„Já, góða kvöldið. Er þetta Þorsteinn?“

„Já, það er ég.“

„Sæll. Blabla heiti ég og er að hringja frá Ríkisútvarpinu. Mætti ég spyrja þig nokkurra spurninga?“

„Jújú, alveg sjálfsagt.“

„Segðu mér, Þorsteinn, áttu sjónvarp?“

„Nei, ég á ekkert svoleiðis.“

„HA?! Á ég að trúa því að ungur maður eins og þú, í sjálfstæðri búsetu, eigi ekki sjónvarp?“

„Trúðu því.“

„En áttu útvarp?“

„Ekki heldur. En ég á tölvu.“

„Ja-há. Horfirðu eitthvað á fréttir eða hlustar á útvarp í tölvunni þinni?“

„Nei, en ég horfi stundum á DVD-diska.“

„Mm-hmm. Þá er bara ein spurning eftir. Áttu bíl?“

„Ehe, nei, ekki heldur.“

Smá þögn.

„Heh, ég veit að þetta er dálítil sérviska ...“

„Sérviska? Þetta er engin sérviska. Þú ert bara fátæklingur!“