Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

29.3.08

Trukkar og traffík

Einhverjir trukkarar tóku sig til í gær og lokuðu á alla umferð. Flott hjá þeim, svo langt sem það nær. Súrt þegar allir virðast vinna að því að gera vinnuna manns enn dýrari en nauðsynlegt er - og slæmt fyrir ófáa þegar þetta er jafn nauðsynleg vinna og þeirra er. En væri ekki nær að láta þetta bitna á þeim sem eiga það skilið - bensínstöðvunum og ríkinu? Hvernig væri að taka sig til og loka á þær bensínstöðvar sem mest er verslað við (án þess að trufla aðra umferð, ef kostur er) og á a.m.k. bílastæði viðeigandi ráðuneyta, og svo alþingismanna?

11.3.08

Öxi til að gráta við

Ég má nú til með að deila þessu: Bæklingar Guardian um grískar goðsagnir. Ekki svo að skilja að ég hafi lesið þá sjálfur, ekki enn - en þetta er gott framtak.

Og þar sem ég hef ekkert merkilegra að skrifa um eins og er - hér eru þrjú skemmtileg myndbönd, þar sem tónlist er blandað saman við klippur úr kvikmyndum:

Elend og Silent Hill
Godflesh og Jesus Christ Superstar
Anathema og Lord of the Rings

Es. Ég má til með að bæta þessu við: Hvernig hafa skoðanir mínar breyst? - fjöldi fræðimanna á öllum sviðum, og jafnvel einhverjir sem eru kannske ekki "ekta" fræðimenn, segja okkur hvers vegna þeir skiptu um skoðun á einhverju - Rómarveldi, skynjun, mannlegt eðli, og svo framvegis. Ég held að þeir séu eitthvað um hundrað, allt í allt. Afar fróðlegt, þótt hver hluti sé ósköp stuttur.