Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

5.6.08

Fréttir og ferðalög

Á morgun fer ég sennilega í lengsta ferðalag mitt þetta sumarið, alla leið norður til Akureyrar. Heimsækja hann Þorstein frænda. Ég býst ekki við að fara neitt lengra en þetta í sumar.

Undanfarið bárust mér ágætar fréttir. Annars vegar stendur til að bæði gefa út Harrý og Heimi á disk, og svo á líka að setja upp leikrit um þá kappa. Það gæti þá orðið eina leikhúsferðin mín í ár.

Hins vegar ætla Anathema að gefa út tvo diska í ár. Annar verður einhver svona semi-acoustic best-of diskur. Mér lýst vel á þá hugmynd, sérstaklega fyrst að Lee er orðin fullgildur meðlimur í sveitinni. Það gæti komið vel út að taka sum eldri lög og fá hana til að syngja þau. Að vísu kom listi frá þeim nýlega með þeim lögum sem verða á disknum. Mér finnst það nú hálfgerður óþarfi að hafa lög eins og A Natural Disaster þarna, þar sem þetta er nú svo fjarska rólegt lag til að byrja með. Frekar væri ég spenntur fyrir því að heyra lög eins og A Dying Wish - en eins og segir í tilkynningunni: "It may also include a reworking of one or two classic tracks from the very early days of anathema." Ef þeir gera það, þá vona ég að það verði þetta, eða kannske Sleepless. Nú, eða bæði.

Svo er nú ekki minni spenna vegna nýja disksins. Ef hann verður eitthvað í líkingu við nýju lögin þrjú sem er að finna á Myspace-síðunni þeirra, þá veit það bara á gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home