Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

17.6.08

It's all in the gripbitch

Ég kíkti í bíó í gær. Ekki á Kaspían konungsson því það er ekki farið að sýna hana ennþá, heldur á Indy. Ég get ekki annað en viðurkennt að ég hefði betur sparað þann þúsundkall. Ekki svo að skilja að hún hafi verið sérstaklega slæm, en hún var bara ekkert svo áhugaverð. Hún lendir því í sömu deild og Indy nr. 2, en nær hvorugri oddatölumyndinni.

Það var næstum því jafn gaman að hlusta á gömlu konurnar tvær í röðinni fyrir framan mig. Þær voru örugglega áttatíu ára gamlar, ef ekki eldri. Á meðan að auglýsingarnar rúlluðu - ég meina slideshow-auglýsingarnar, ekki hinar - mösuðu þær stanslaust. Aðallega útfrá auglýsingunum. Þarna kom auglýsing fyrir Hancock, og mynd af Will Smith fyllti skjáinn.

„Ekki er hann nú sérlega handsome, þessi,“ sagði önnur. Hin flissaði smá og samsinnti henni. Þegar auglýsingin frá Laugum kom, fóru þær að sjálfsögðu að ræða hana.

„Hefur þú farið í Laugar?“ spurði önnur.

„Nei, ég hef nú ekki nennt því,“ svaraði hin.

„Stelpurnar mínar gáfu mér kort þar í jólagjöf. Ég hef nú ekki ennþá nennt að fara.“

Það var, eins og ég sagði, alls ekkert að myndinni, svosem. En það hefði verið allt í lagi að bíða þangað til hún mætir í Krambúðina. Hins vegar kemur ekki til greina að bíða eftir næstu Narníu-mynd. Ég held að það sé næstum því gefið að ég muni sjá hana í vikunni.

Aðra mynd sá ég í gær. Á ensku heitir hún Pan's Labyrinth, en ég get ómögulega munað hvað hún heitir á spænsku. Þó minnir mig að þar hafi verið talað um fán, ekki Pan. Það er samt aukaatriði, því ég held ég geti alveg sagt að hún sé með betri myndum sem ég hef séð - a.m.k. af þeim myndum sem ég hef séð í fyrsta skipti á þessu ári. Í henni, ólíkt t.d. Indy, eru óvinir sem eru greinilega vondir. Cate Blanchett og hennar lið, þrátt fyrir að vera óvinir hetjunnar, voru bara ekkert sérstaklega vond. Ekkert sérstaklega, og aðalillsku þeirra var að mestu haldið utan myndar. Það er varla hægt að segja að þau fái makleg málagjöld.

Þessi Völundarhússmynd greip mig í það minnsta talsvert betur og fastar heldur en Indy. Mér var eiginlega alveg sama um allt fólkið í Indy, hvort það myndi lifa af eða ekki. Hins vegar vonaði ég, nær alveg frá byrjun, að hrottarnir í Völundarhúsinu yrðu drepnir, allir sem einn. Helst oftar en einu sinni. Og auðvitað líka að hetjurnar myndu lifa af.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home