Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

21.6.08

Hjá mér er allt ókeypis

Núnú. Hvern hefði grunað að ég ætti eftir að fara á landsleik í fótbolta? Það er nokkuð sem ég hef aldrei gert áður - nema minnið sé farið að gefa sig fyrr en ég bjóst við. Þetta var líka í fyrsta skipti sem ég hef farið á Laugardalsvöll síðan ég var krakki. Þá fór ég með Oddgeiri að horfa á Fram. Ég man ekki einu sinni hvernig sá leikur fór.

Ég stend þarna, aðeins fyrir utan röðina, á meðan pabbi stendur í sjálfri röðinni. Framhjá mér gengur maður. Hann missir miðann sinn, svo ég beygi mig niður og tek hann upp. Þegar ég rétti honum hins vegar miðann, hvað segir kallinn?

„Vantar þig miða? Þú mátt eiga þennan.“

Ég þakka auðvitað fyrir mig - ekki vildi hann fá neitt borgað - og læt pabba vita. Þetta er bara eins og ef einhver hefði misst þúsundkall, og svo sagt mér að ég mætti bara eiga hann. Þetta var afskaplega ánægjulegt, og ágæt byrjun á fínum leik. Ég skemmti mér í það minnsta konunglega. Bjóst nú við að fleiri myndu mæta - laugardagur, allir í fótboltastuði, og miðinn á ekki nema þúsundkall. Eða ókeypis.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home