Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

20.6.08

Einhvern tíma skal ég setja tögg á alla póstana

Ekki í dag, samt. En sennilega áður en ég drepst. Nema auðvitað ég nenni því ekki.

Og hvers vegna ætti ég svosem að nenna því? Rúmenar dottnir út, Portúgal datt útí gær. Bæði liðin mín felld af germönskum villiþjóðum. Sem betur fer eru nokkrar siðaðar þjóðir - Króatar og Tyrkir, Spánverjar og Ítalir, og Rússar - ennþá í keppni.

Annars get ég bara næstum því hugsað mér að fara á völlinn á morgun. Ég býst ekki við að ég muni nenna því þegar upp er staðið, en það er hægt að gera margt vitlausara fyrir þúsundkall. Sérstaklega ef þessi þúsundkall hleypir mér á leik þar sem ég get séð lið sem ég held með vinna. Það væri skemmtileg tilbreyting.

Svo má líka nota þúsundkallinn til að fara og sjá Kaspían aftur. Ég fór á hana á miðvikudaginn - sjálfan frumsýningardaginn - og varð ekki fyrir neinum vonbrigðum. Auðvitað var senum breytt, og frásögninni endurraðað, en það gerist nú næstum alltaf. Og auðvitað er þetta ekkert nema kristinn áróður, en það verður bara að hafa það.

Það var bara tvennt sem flæktist fyrir mér. Í fyrsta lagi á Susan, næst-elsta stelpan, að vera svona þrettán-fjórtán ára. Fimmtán ára í mesta lagi. Leikkonan er hins vegar nærri tvítug, og lítur eiginlega ekkert út fyrir að vera fimmtán. Í öðru lagi - kannske aðeins of mikið ofbeldi? Ég man ekki til þess að Lewis hafi verið svona grafískur í sínum bardagalýsingum, og talsvert af átökunum fór fram utan sviðsins (í bókunum, það er að segja). En það er ekki eins spennandi sýningarefni.

Og nú er bara að bíða í tvö ár. Þá verður loksins uppáhalds bókin kvikmynduð - Sigling Dagfara. Óttalega þarf langt að líða á milli mynda.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home