Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

7.6.07

OssomTossom óskar Elínu til hamingju með afmælið (fyrir tveim dögum síðan, að vísu)

Jæja, ég prófaði eina æfingu hjá Mjölni í gær. Ég ætlaði að vísu að mæta á mánudaginn en svaf víst óvart yfir mig, enda var ég óskaplega þreyttur eftir helgina. Ég rétt hafði mig í að fara á fætur til að fara í berklapróf og lifarbólgu-B bólusetningu, en svaf annars bara nær allan mánudaginn - fyrir utan að ég tók stutt hlé á svefninum til að tefla við Frikka. Í þeirri viðureign vann svartur alltaf.

En já, það var fjör hjá Mjölni og ég held barasta að ég muni halda áfram að mæta þangað í sumar. Nær stöðug áflog og glíma, óskandi að ég geti haldið þar áfram í haust eftir að skólinn fer af stað. Það er nefnilega langt síðan ég hef verið svona óskaplega þreyttur í skrokknum - útkeyrður, eiginlega. Ég át vænan kvöldmat með pabba (sem er að fara til Noregs í fyrramálið) í gærkvöldi og samt vaknaði ég svangur í morgun. Langt síðan ég hef vaknað svangur, hvað þá að ég hafi næstum því hlaupið fram í eldhús til að fá mér að morgunmat. Að vísu hefur þessi æfing líka sett svefnmynstrið mitt aðeins úr skorðum. Ég ætti eiginlega ekki að vera kominn á fætur fyrr en um hádegið í fyrsta lagi, en í gærkvöldi var ég bara allt of þreyttur til að geta vakað frameftir. Jæja, ég hefði getað það ef ég hefði fengið mér kaffibolla nokkra uppúr ellefu, en mér þótti ekki taka því.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Verst að þú varst tvisvar svartur en ég bara einu sinni :(

-Frikks

14:45  
Blogger Þossi said...

Aukaatriði ... ;)

Aðalatriðið er að blakkir boxarar eru bleikum fremri. Eða þannig.

14:53  
Blogger K&E&F&S&A said...

Takk fyrir kveðjuna1 :D

07:57  

Skrifa ummæli

<< Home