Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

29.3.07

Enginn OssomTossom, engin þjáning

Þessarar myndar er beðið með eftirvæntingu af mér. Bókin er æði, að minnsta kosti þessi venjulega (ég hef að vísu ekki lesið myndskreyttu útgáfuna en hún er varla síðri). Mikið óskaplega hlakka ég til. Það á eftir að fara sem svo, að ég fari oftar en þrisvar í bíó á þessu ári (sá nefnilega 300 aftur).

Moskulínan er hins vegar ekki æðisleg bók. Auðvitað er sagnfræðin áhugaverð og margt fróðlegt í henni, og auðvitað er gaman að lesa um íslenska wannabe Machiavellista - hlýtur að hafa verið erfitt að glíma við Rússa og Þjóðverja og aðra meginlandsbúa - en það var bara eitthvað við þessa bók sem kemur í veg fyrir að hún verði á topp-tíu listanum mínum. Kannske er það bara stíllinn, hvernig hún er skrifuð, sem truflar. Hún virkaði svolítið samhengislaus á stundum. Stokkið úr einu í annað, ætt fram og aftur í tíma og svo framvegis. Ég mæli með bókinni, en ekki vegna þess hve gaman er að lesa hana heldur vegna þess hve gaman það er að fræðast um umfjöllunarefnið.

Eitt hefur annars truflað mig svolítið í 300. Þar eru efórarnir (eða Ephors) sagðir vera þjónar „gömlu guðanna“. En hverjir eru þá nýju guðirnir sem hinir Spartverjarnir trúa á? Því meira sem ég hugsa um þessa mynd, því frekar hallast ég að því að Íranir hafi kannske dálítið til síns máls.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home