Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

22.4.07

OssomTossom aten't dead

Mér finnst ekki nema sanngjarnt að láta fólk vita að ég sé enn á lífi og í heilu lagi. Ég veit vel að reglulegir lesendur hafa verið orðnir alláhyggjufullir (hah - ég vona það að minnsta kosti) og haldið að ég hafi verið fárveikur, jafnvel smitast í vinnunni og verið lagður inn, en svo er ekki. Ég held að svona sjúkdómar smitist ekki við innöndun, en til vonar og vara er ég alltaf með grímu þegar ég er að vinna. Það er aldrei of varlega farið, sjáiði til.

Ég fékk annars mínar fyrstu skammir í gær. Sjúklingarnir hafa einhvers konar reykingaprógramm - mega bara reykja einu sinni á klukkustund - og þetta er venjulega allt saman skráð á blað. Nema í gærmorgun, þá sá ég þennan pappír hvergi, og hleypti því einum ferlega eirðarlausum inn. Síðan kemur annar starfsmaður að þar sem ég er í þann mund að hleypa inn í reykherbergi, og bendir mér á að hann hafi reykt fyrir tuttugu mínútum eða svo, og heldur svo litla ræðu um hve mikilvægt það sé að fara eftir prógramminu. Það kom nefnilega á daginn að þetta prógramm (venjulegt A4 blað, hvítt) var á borðinu, innan um helling af öðrum hvítum A4-pappírum. Jæja, ég límdi það bara upp á dyrnar (þar sem það á að vera) og þá voru ekki fleiri vandamál þann daginn.

Ég hef annars varið frítíma mínum í að enduruppgötva gamla leikinn Baldur's Gate. Meira en fimm ára gamall, sú sería (sá eldri er frá '98 og sá nýrri frá '00) og hún stendur ennþá fyrir sínu. Mögulega með betri leikjum af þessari sort, jafnast næstum á við Ultima VI og VII-leikina (þeir leikir bera annars að minnsta kosti jafn mikla ábyrgð á enskukunnáttu minni og kennsla í grunnskóla, jafnvel í framhaldskóla líka). Eins og ég hef væntanlega sagt annars staðar - ef að spila Civilization-leikina er eins og að tefla talsvert flækta skák, þá eru leikir eins og Baldur's Gate og Ultima eins og að lesa skemmtilegar sögur. Þetta eru svosem engar heimsbókmenntir eða neitt slíkt, en þetta jafnast að minnsta kosti á við Morgan Kane-bækurnar.

Og þá er víst fátt eftir en að segja Gleðilegt sumar!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fjúff, gott að þú skrifaðir, ég var farinn að spá hvar þú værir gamli vin...gott að vita að þú ert bara heima eins og þú átt að vera og skammaður í þokkabót, það þurfa allir að vera skammaðir every once in a while - gott fyrir sjálfið þú skilur.

Hlakka annars til að koma heim í sumar og sjá hversu brenglaður þú ert orðinn af því að hanga innan um sækóana :D

Peace buddy

09:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Tölvuleikir verða eiginlega ekki góðir fyrr en þeir eru svona 3-5 ára gamlir, nema civ, hann er alltaf góður.
Frikki

10:53  
Blogger Þossi said...

Ég held að vinnan eigi ekki eftir að gera mér neitt sem hljóðfræðin er ekki að gera mér nú þegar. Það getur ekki verið hollt að hlusta á sama sex sekúndna hljóðbútinn ég-veit-ekki-hve-oft, bara til að reyna að heyra hvernig setningin er tónuð.

Svo má nú benda á að Civ er í raun um fimmtán ára gamall - þetta er ennþá sami leikurinn í grunninn, bara með smávegis breytingum. Svona eins og skák ;)

17:02  

Skrifa ummæli

<< Home