Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

24.4.07

OssomTossom og klári kötturinn

Þá er villidýrið á heimilinu búið að læra hvernig hægt sé að svipta mig klósettnæðinu. Það vill nefnilega þannig til að klósetthurðin passar ekki alveg inn í dyrakarminn, svo ég get ekki lokað henni almennilega, hvað þá læst að mér. Hingað til hefur þetta svosem ekki verið neitt vandamál - í svona lítilli íbúð fer ekki framhjá neinum hvort einhver sé á klósettinu eða ekki - og ég hef yfirleitt getað hallað að mér á meðan ég er þarna inni svo kötturinn sé ekki að sniglast í kringum mig og fylla nærbrækurnar mínar af kattahárum.

Nema hvað, þessi hurð er aðeins of lítil, og það er svona fimm sentimetra bil frá þröskuldi og upp að hurð. Nú sat ég þarna inni um daginn og hvað sé ég annað en framloppu koma í gegnum bilið, grípa um hurðina (eins mikið og það er hægt með enga þumla) og svo bara draga. Hurðin sveiflast út og fyrr en varir starir ferfætlingur á mig eins og aðeins kettir geta starað. Ef hún gæti nú talað hefði hún efalaust sagt eitthvað við mig, t.d. „hvað ertu að gera?“ eða „hélstu virkilega að ég myndi ekki læra hvernig þetta apparat virkar?“

Þetta er enginn asni, sko, þrátt fyrir að hafa höfuð sem er ekki miklu stærri en hnefinn minn.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hún er ábyggilega alltaf á nóttunni í tilraunastarfsemi, næst verður hún búin að fatta hvernig á að opna frystinn, taka út frosna pizzu, setja hana í ofninn og baka...eða hvað sem það er sem þú ert með í frystinum þínum! Grísahjörtu eða e-ð :D

Svo er það næst ráðabrugg um hvernig hún getur læst þig úti endanlega! hehe

10:18  
Blogger Þossi said...

Jæks ... vonandi er hún frekar að stefna að því heldur en að finna leið til að breyta mér í risastóra steik.

14:48  

Skrifa ummæli

<< Home