Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

9.4.07

Páskaunginn OssomTossom

Ég styð hugmyndir doktors Reinharts heils hugar, en bara ef fæ að vera með í því að skipuleggja hina nýju Reykjavík. Eins og flestir vita er ég einmitt ósköp hrifinn af því að stór svæði í Reykjavík verði rifin og endurreist með meiri og betri heildarsvip í huga. Háskólasvæðið má til dæmis alveg gera betur. Eins myndi ég leggja til stóran og vænan garð hjá Bókhlöðunni með háum og vænum limgerðum til að skýla fólki frá rokinu - fátt er þægilegra en að fara í góðan göngutúr, hafi maður setið tímunum saman yfir bókum og pappírum með blekbletti á fingrumí þungu lofti.

Páskarnir voru góðir. Ég var að vinna á laugardagskvöldið og svo aftur á páskadagsmorgunn. Laugardagskvöldinu drakk ég of mikið kaffi, allt of mikið - en það gerist þegar kaffið er ókeypis - og svaf varla neitt áður en ég mætti í vinnuna aftur. Það var því ekki um annað að ræða en að drekka meira kaffi, bæði í vinnunni og að henni lokinni, því þá var páskamatarboð og það lítur svo fjári illa út ef maður sofnar í miðri máltíð. Mér leist ekkert á að missa andlitið ofan í sósuþakinn matardiskinn. Því drakk ég kaffi eins og mér væri borgað fyrir það (strangt til tekið var mér borgað fyrir það, því langflestir sjúklinganna voru farnir heim yfir páskana og því við lítið að vera, nema þá sjaldan sem maður sat yfir nýjustu innlögninni, sem var einstaklega rólegur gaur, og spjallaði við'ann).

Nú er annars bara eftir að Hildur fái vinnu á geðdeild, og svo Hákon þegar hann hefur aldur til. Þá hafa allir mínir allranánustu ættingjar (og ég) verið þar. Það væri dálítið sniðugt.

En nú er ég búinn að sofa úr mér allan ósóma og óþverra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home