Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

13.6.07

Erettekki týpískt?

Ókei, í dag fór ég aftur á æfingu. Á föstudaginn þóttist ég of aumur og ég hreinlega svaf yfir mig á mánudaginn. En í dag fór ég og þóttist nokkuð viss um að ég ætlaði að halda áfram, a.m.k. í mánuð, sennilega út sumarið og helst bara eins lengi og ég hef tíma til. Ég borgaði þess vegna mánaðargjald, skráði mig í félagið og á einhvern póstlista og svo framvegis. Flott mál, nú var ég tilbúinn og æfingin byrjaði.

Fyrst rifnuðu buxurnar mínar þegar tíminn var hálfnaður. Þetta voru nú bara hræódýrar Hagkaupsbuxur, ég held að ég hafi ekki borgað meira en tvöþúsund krónur fyrir þær á sínum tíma. Saumurinn fór í sundur í klofinu og langt niður eftir innanverðu lærinu. Ég þakka bara mínum sæla að ég hafi verið í nærbuxum. Ég var þarna bara í léttri glímu við einhvern strák, bara ósköp mikið fjör að glíma og æfa einhver tök og fara í kollhnísa en halda þó samt í annan handlegginn hjá hinum svo maður geti síðan læst honum og haldið föstum. Ágætis átök og svona, en einhvern veginn tókst mér að koma mér í þá stöðu að heyra hvernig buxurnar rifnuðu - og, eins og ég sagði, allt hefði sveiflast út hefði ég ekki verið eins skynsamlega klæddur og raunin var.

Jæja, þetta var bara svolítið neyðarlegt og leiðinlegt, því nú þarf ég væntanlega að fjárfesta í öðrum buxum - sterkari buxum. Verra var þegar dálítið var liðið á tímann, sennilega um tíu mínútur eftir, og við erum ennþá að glíma, ég og þessi strákur. Ágætur strákur annars, duglegur að segja byrjandanum mér til og allt það. Nema hvað, í miðjum átökunum gerist annað hvort: i) Ég ræðst á hnéð hans af miklu offorsi með brjóstkassanum mínum eða ii) hann rekur hnéð af krafti í bringuna á mér. Kannske einhver blanda af þessu - bara eitthvað sem getur gerst í hita leiksins þegar við erum tveir að hnoðast á gólfinu. Hvernig sem það er, þá vildi ekki betur en svo til að nú er ég með brákað (já eða brákuð) rifbein og get því ekki mætt á æfingar næstu eina til tvær vikur - sjálfum finnst mér líklegra að ég verði frá í tvær vikur. Það þykir mér bara býsna flott mál. Ég get varla dregið djúpt andann án þess að finna smávegis til, og get eiginlega bara gleymt því að lyfta einhverju þyngra en bók með hægri hendi.

Semsagt - fyrsti tíminn sem ég borga fyrir, og buxurnar rifna og rifbein brákast. Fall er fararheill, ha?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Shit maur, eins gott að beinið brotnaði ekki alveg. Svo er vonandi að það verði ekki neinar stympingar i vinnunni hja þer a næstunni.

-Frikki

09:23  
Blogger Þossi said...

Já, maður rétt vonar það. Annars er þessi törn nú alveg að verða búin - á mánudaginn verð ég aftur frjáls, svona meira og minna a.m.k.

21:11  

Skrifa ummæli

<< Home