Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

20.3.07

OssomTossom kann að telja

Já, þá er ég loksins búinn með skattskýrsluna. Merkilegt hvað ég hneigist til að gera þetta á síðustu stundu - hef haft nokkrar vikur til þess, eða að minnsta kosti tvær - þegar þetta er jafn auðvelt og það er. Allt fært inn fyrir mig, nema bara hvar íbúðin er og hvenær ún var keypt (og hvers vegna getur það ekki líka verið hluti af því sem skráð er inn fyrir mann? Það er ekki eins og íbúðin hafi allt í einu verið flutt til Hornafjarðar eða að dagatalinu haf verið breytt - og ég þurfti að draga upp blað og blýant til að geta séð almennilega fyrir mér hvenær þetta gerðist). Svo ýtir maður bara á OK-hnappinn og Robbi er frændi þinn. Og þá er bara eftir að bíða fram í ágúst...

Fjórir dagar í heils árs afmæli. Jibbí. Ætli ég verði ekki að halda upp á það einhvern veginn?

Og á morgun fer ég í nýju vinnuna mína og það fer allt vonandi ósköp vel og fær mig til að langa til að mæta aftur. Ólíkt málningarvinnunni hérna um árið ('99), þegar mig langaði ósköp lítið til að mæta eftir fyrsta daginn og hætti á öðrum degi og fór að vinn hjá garðyrkjunni sem var miklu notalegra pleis hvar ég gat fengið útborgað fyrirfram síðustu útborgunina mína. Slíkt var mjög gott og hentugt. Það er síðan talsverður kostur við þessa nýju vinnu að ég get mjög auðveldlega gengið þangað - ég gæti næstum því kastað steini inn um gluggan þar ef ég kærði mig um og kynni að miða almennilega. Kaffið er ókeypis - ég held reyndar að ég hafi aldrei unnið á stað þar sem kaffið kostaði eitthvað. Mikið væri gott að geta haldið þeirri stefnu það sem ég á eftir óunnið.

En mikið er gott að vera búinn með skattframtalið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home