Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

25.3.07

Betra er autt rúm en OssomTossom skipað

Er þetta ekki alveg týpískt? Ekki fyrr en í dag - síðasta daginn minn hérna hjá Bókhlöðunni - fatta ég að ég get tekið með geisladiska í vinnuna og hlustað á þá í lélega geislaspilaranum hérna. Betra er seint en aldrei, ha?

Ég kláraði fyrstu bókina í þessu lesfríi mínu í gær eftir að hafa lagt mig að loknum vinnudegi. Persian Fire eftir Tom Holland - all-dramatísk frásögn af uppgangi Persa, valdatöku Daríusar og svo framvegis. Skemmtileg og þægileg lesning. Næst á dagskrá: Moskvulínan eftir Arnór Hannibalsson. Ætti að verða ágæt tilbreyting að lesa eitthvað annað en þekkingarfræðibækur eftir Arnór gamla.

Jæja, best að fara að opna kaffiteríuna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home