Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

19.3.07

OssomTossom lítur vikuna björtum augum.

Ég hef ekki séð svona mikinn snjó siðan fyrr í vetur. Þetta lofar bara góðu, og ég vona að slabbið og bleytan komi ekki alveg strax. Ég myndi frekar vilja hafa stöðugan snjó heldur en slabb og hálku, eða þá að snjórinn hyrfi í hvelli. Það mætti þess vegna koma smá blossi með.

Hvað eru aftur margar vikur eftir af skólanum? Fjórar eða fimm? Þetta eru óttalega stuttar annir hérna - en veturnir eru nú frekar stuttir líka, svo þetta jafnast allt saman út. Svo kemur örstutt sumar, og áður en maður veit af er annar stuttur vetur lagður af stað. Stutt stutt stutt. Stuttar árstíðir fyrir stuttan mann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home