Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

12.3.07

Þeir fiska sem róa - og bátur OssomTossoms er hriplekur

Það virðist semsagt eiga að verða einhvers konar niðurskurður í vinnunni, og það besta sem mér býðst er að taka aðra hverja laugardagsvakt - kannske allar, ef lánið leikur við mig. Það er alveg á mörkunum að ég kæri mig um slíka meðferð. Þetta er svo lítið að það tekur því varla að mæta. Svona lítil vinna, svona lítill peningur - æ, ég veit ekki. Kannske ég ætti bara að athuga hvort ég geti tekið eina og eina vakt núna strax uppi á geðdeild - þótt ekki væri til annars en að hita upp fyrir sumarið.

Og á meðan þetta gengur yfir, þá hef ég alltaf Neurosis til að hjúfra mig upp að. Það er kannske ekki ólíkt því að kúra með broddgelti. Samt - skárra en ekkert. Ég var einmitt að fá disk frá þeim, The Eye of Every Storm. Ég væri alveg til í að eiga myndbönd héðan til að sýna ykkur, en ég fann engin af þessum disk, og það passar heldur ekkert að vera að sýna gömul myndbönd. Þau eru heldur ekkert merkileg, þykir mér - þótt tónlistin sé það vitaskuld.

Þetta er akkúrat tónlistin sem er kjörið að hlusta á ef maður er t.d. að skrifa eitthvað dálítið ofbeldisfyllt og bölsýnt. Það er einmitt það sem ég er að reyna núna - ekki á blogginu, auðvitað, sem er alltaf svo skínandi bjartsýnt að ég hef mestar áhyggjur af að bræða sjónhimnu ykkar lesenda - en ég er að reyna það í þessu smásögunámskeiði. Síðasta saga var svo óttalega happy-go-lucky, og mér finnst engin ástæða til að skrifa tvær svoleiðis. Ekki í svona stuttu námskeiði. Ef ég gæti myndi ég hengja söguna við hérna - og fólk gæti þá bara lesið hana ef það kærir sig um, án þess að ég hafi hugmynd um það.

Því miður get ég ekki gert neitt svoleiðis, eða ég kann það a.m.k. ekki, þannig að í staðinn verðið þið bara að biðja fallega ...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

svolítið seint í rassinn gripið en má ég fá eintak? :D

08:11  

Skrifa ummæli

<< Home