Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

13.3.07

Bráðum verður OssomTossom árs gamall

Fyrsti pósturinn hans er dagsettur 24. mars 2006.

Haha, hvern hefði grunað að ég myndi endast heilt ár í þessu? Ég hlýt að vera jafnvel enn sjálfhverfari en ég hélt - og með miklu meiri frítíma en mér er hollt. Þetta er 151. pósturinn, þannig að ef ég bæti engum fleiri póstum við þangað til 24., þá eru það hvað, tveir póstar á hverju fimm daga tímabili? Eitthvað svoleiðis, og ég þurfti að nota reiknivél tölvunnar til að hjálpa mér áleiðis.

Fuglarnir í Elend lofa nýjum disk bráðlega, þeim síðasta í þessum þríleik. Mikið hefði verið gott ef þeir hefðu aldrei farið að lofa að þetta yrði fimm diska sería, og alltaf staðið við að þetta ættu bara að vera þrír diskar. Ekki að það skipti kannske einhverju úrslitamáli, en frá með Sunwar The Dead, þegar þeir fóru að tala um fimm diska seríu (eða í það minnsta þegar ég frétti af þeirri hugmynd) þá var ég bara orðinn býsna spenntur fyrir þeirri hugmynd. Taka einhvern góðan sunnudag og hlusta á þá alla í röð, hvern á eftir öðrum. Sitja í hægindastól með góð heyrnartól, og ekki standa upp nema endrum og eins til að fara á klósettið eða fá mér vatnssopa.

Jæja, þrír diskar eru þó betri en tveir. Það er í það minnsta kominn útgáfudagur fyrir A World in Their Screams - að vísu eftir einn og hálfan mánuð. Það þýðir þó að all-löng bið er á enda, og ég hlakka til að heyra hvernig þeir klára þetta. Kæri mig ekki um að heyra eitthvað lággæða-preview á MySpace-síðunni þeirra - en þið getið svosem kíkt þangað ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur þessa all-sérstæðu hljómsveit. Nú, eða bara fylgt tengingunni hér á vinstri vængnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home