Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

11.3.07

OssomThanatossom

Gamli Ford T komst 13 til 21 mílu á galloni (21-33 kílómetra á 3,7 lítra, u.þ.b.). Í ár drífa bílar aðeins lengur - Toyota Prius kemst 51-60 mílur á gallonið. Samkvæmt þeirri síðu sem ég var að vísa á, þá eru samt ófáir nútímabílar sem nýta eldsneytið ekkert betur.

Magnað, ha? Næstum því hundrað ár síðan T var búinn til, og sumir eiga ennþá erfitt með að láta eldsneytið duga jafn lengi. Jújú, krakkarnir komast svosem hraðar yfir heldur en gamli kallinn - en hvað liggur svosem á? Hversu oft þarf maður virkilega að fara hraðar en 60-70 kílómetra (hámarkshraði Mr. T) á klukkustund? Segi fyrir mig - helsti kosturinn við bíl er að maður kemst langar vegalengdir án þess að fá blöðrur á fæturna. Barnafólk græðir svo auðvitað á því að geta flutt meiri þyngd (ýmist börn eða mat) án þess að bösta í sér bakið.

Bú á bíla sem geta ekki nýtt eldsneyti betur en fyrir níutíuogníu árum síðan ...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Holler!!!, þetta er náttúrulega eitt allsherjar samæri olíuframleiðenda á við Noreg!!!
-Frikki

15:48  
Blogger Þossi said...

Nákvæmlega!

22:43  

Skrifa ummæli

<< Home