Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

24.1.07

Það hlaut að koma að því ... OssomTossom svaf yfir sig.

Svosem engin furða, miðað við hve lítið hann hefur sofið undanfarið. Þó hefði verið ágætt ef hann hefði getað vaknað tímanlega bara einn dag enn ... þá hefði hann ekki misst af efalaust fróðlegum tíma í morgun.

Terry Pratchett er með ágæta kenningu um innblástur. Hann hefur vafalaust tekið eftir því að orðið „inspiration“ endar eins og t.d. „neutron“ (nifteind), „proton“ (róteind) og jafnvel „ion“ (jón) - og leggur því til að inspiration sé e.k. „subatomic particle“ sem flýtur um heiminn. Væntanlega geta hlutir sent slíkar eindir frá sér - samanber hringstigann sem kveikti hugmyndina um lögun DNA. Samkvæmt kenningunni hans, þá gerist það þó oftar að innblástureindir lendi á kolröngum stað - innblástur að glæsilegu tónlistarverki lenti t.d. í froski, og svör við spurningu sem heimspekingur nokkur hafði velt fyrir sér talsvert lengi lenti óvart í höfði smáfugls - hann reyndi auðvitað að koma því til skila, en það tókst ekki alveg (ekki frekar en t.d. tilraunir höfrunganna til að vara mannkyn við eyðingu jarðarinnar í Hitchhiker's Guide to the Galaxy).

Þessi orðaleikur er bara eitt dæmi um það, hvers vegna það er ekki hlaupið að því að þýða karlinn. Gallinn er auðvitað sá, að það er svo ótalmargt annað í bókunum hans sem er á svipuðum nótum. Dauðinn (sem er auðvitað „lifandi“ persóna) segir t.d. „On nights like this I could just murder a curry“ - eða hvað? Er einhver venja að tala um að myrða mat á íslensku? Nú, eða kála eða slátra eða eitthvað þess háttar?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home