Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

19.12.06

Hinn nýfæddi OssomTossom

Það er sífellt verið að uppgötva ný og ný frumefni. Gott að vísindamenn sitji ekki auðum höndum og láti sem allt hafi verið fundið sem er þess virði að finna.

Hey, nú er bara eitt próf eftir! Gekk vel í gær, held ég - a.m.k. ekkert verr en ég bjóst við, þótt ég held nú að ég fái ekki tíu fyrir þetta. En ég fæ heldur ekki tvo, svo ég er alveg sallarólegur. Svo ósköp zen-rólegur að ég hef ekki einu sinni bitið í nögl síðan prófin hófust. Ég held að það sé alveg ágætur árangur, sko.

Síðan klárast prófin og þá fæ ég tíma (vonandi) til að gera eitt og annað áður en ég fer (á föstudaginn). Náði reyndar að kaupa nokkrar jólagjafir í morgun - ætla nú að reyna að halda mig innan rammans í þetta skiptið, en annars tók ég nokkrar aukavaktir í desember þannig að kannske get ég tekið bara smá yfirdrátt - en nokkrar eru þó eftir. Kannske ég sinni þeim seinna í dag, þar sem það er óhugsandi að ég eigi eftir að nenna að sitja og lesa í allan dag. Ég verð að hreyfa mig! Kári er kominn heim og það væri nú gaman að komast á t.d. GrandRokk að tefla eða púlstofuna að púla ... já eða bara eitthvað. Svo væri nú líka gaman að athuga hvernig enskunemar fagna próflokum - verst að ég er að fara út daginn eftir, og þótt vélin fari ekki eldsnemma um morguninn þá þarf ég samt að taka rútu ekki löngu eftir hádegi. Liggur við að mann langi til að bölva þeim sem setti saman próftöfluna - en prófstjórinn er hins vegar fyrsti maðurinn sem kenndi mér heimspeki (fyrir langa-löngu 98/99-veturinn í MR), og ef það á að bölva honum fyrir eitthvað ... tja, þá getur maður örugglega fundið sitthvað safaríkara heldur en einhverja próftöflu!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Word up on the grandrokk eða poolstofa. Enskunemapróflokadjamm verður gay, mikið skemmtilegra að tefla við okkur Kára. Hvernig ætli morgundagurinn henti í slíkt, þ.e.a.s. fimtudagskveld?

Frikki

09:08  

Skrifa ummæli

<< Home