Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

23.1.07

Fyrir tæplega fjórum árum síðan (fjögur og hálft er kannske nær lagi) fékk OssomTossom kött.

Um tíma var sá möguleiki í stöðunni að kalla köttinn Mýslu, en það var gefið upp á bátinn, og í staðinn fékk hún að heita Mjása. Á fimmtudaginn komst ég hins vegar að því að tannlæknirinn minn á kött - sem heitir Mýsla.

Mikið er ég nú feginn að þessari framsögu sé lokið. Það var auðvitað fróðlegt að greina söguna og allt það - en ég er mishrifinn af hópvinnu. Ég var að vísu í traustum hóp, afar þægilegum. Það mætti jafnvel segja að hann hafi verið kósý. Framsagan gekk líka ágætlega, held ég - engar alvarlegar villur í framsetningunni eða neitt slíkt (fyrir utan ábendingu frá einum samnemanda, sem benti á að það sem við höfðum miðað við í greiningunni - listi Propps væri ekki endilega besti listinn til að nota, en við fengum ábendingu frá kennara um að nota einmitt þennan lista, þannig að það skipti ekki svo miklu máli). Þá er bara að hespa hitt dæmið af (þetta sem átti að vera búið uppúr síðustu helgi) og ég er fær í flestan sjó.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kósý er án efa orð nýja ársins hjá þér kæri vinur :D

Til lykke með að framsagan gekk vel, nú eru bara 5 dagar í mína, vona að það fari eins vel :)

peace

10:39  
Blogger Þossi said...

Haha ... orð ársins. Ekki svo galið - velja sér eitt orð á hverju ári, og svo einsetja sér að nota það a.m.k. einu sinni á dag :D

15:07  

Skrifa ummæli

<< Home