Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

7.1.07

Hið ossomtossomíska 2006

Þetta var ágætt ár. Byrjaði í skóla, kynntist fólki, keypti ágæta diska og svo framvegis. Lágpunktur ársins er tvímælalaust vinnan í sumar, en hins vegar á ég erfiðara að með að velja hápunkt. Þeir eru svo margir, sjáiði til, ég get ómögulega gert upp á milli þeirra. Kannske einfaldast að segja að allar stundir sem ég varði ekki í vinnu séu hápunktarnir, en það er auðvitað einföldun því að stundum var nú alveg ágætt í vinnunni og stundum var ekkert gaman utan vinnunnar.

Uppi á háalofti hjá pabba er haugur af bókum. Sumar eru auðvitað ferlega óspennandi, einhverjar spennusögur í kiljuformi eða þaðan af verra. Ég veit hins vegar að þar er margt gott og áhugavert. Það er kominn tími til að bjarga einhverjum þeirra: Ég er farinn af stað með ferðatösku og ætla að ræna þar og rupla eins miklu og ég get flutt og komið fyrir hér. Það er löngu kominn tími til, jafnvel þótt ég muni aldrei lesa þær - bækur eiga að vera í hillum, en ekki að liggja eins og hráviði út um allt.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

velkominn heim mofo, verðum að setjast að sumbli fljótlega og draga K-Pax í það með okkur. Ég væri soldið til í smá Worms-festival??

-Frikki

09:30  

Skrifa ummæli

<< Home