Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

17.1.07

OssomTossom tekur ætíð vel í óskir um nýjar greinar.

Eða svona oftast nær. Stundum er hann bara of önnum kafinn. Og stundum kemur fyrir að hann nennir eiginlega ekkert að skrifa, ekki nema eina eða tvær setningar - og það þykir honum ekki ómaksins virði.

Nóg að gera á fyrstu skólavikunni. Eftir viku fæ ég að taka þátt í hópframsöguverkefni - Litla hafmeyjan (Andersen-útgáfan, ekki Disney-framleiðslan) túlkuð samkvæmt strúktúralisma. Kannske er ekki úr vegi að fara að kynna sér hvað í ósköpunum það er. Ég ætti að ráða við það á morgun, ef ég fer snemma á fætur - þarf sko ekki að mæta í skólann fyrr en þrjú. Haha. Svo þarf ég víst líka að fara að berja saman stutt verkefni (400 orð geta, við nánari athugun, illa kallast ritgerð), hvert á eftir öðru með kannske tveggja vikna millibili (eða þar um bil). Svo eru það smásögurnar og persónulýsingarnar fyrir þetta Creative Writing-húllumhæ. Og já, gleymum ekki þýðingunni fyrir Gunna (áhugasamir geta lesið örlítið stytta útgáfu hér) - ef allt fer eins og fara skal, þá gæti ég jafnvel komið henni frá mér skömmu eftir helgi (einhvern veginn finnst mér ég hafa sagt einmitt þessi orð, eða þá setningu nauðalíkri þessari, einhvern tímann áður ... úlfur úlfur?) og þá er það er frá, þá er nú ekki seinna vænna en að taka aftur til við að vinna í piparsveinskunni og ljúka henni af. Fór einmitt á bókasafn í dag, áður en ég fór að vinna, og greip þar tvær bækur sem gætu - aldrei að vita! - komið sér vel á vesturvígstöðvunum. Svona áður en ég byrja á hinni, sko.

Annars luma ég á svolítið skemmtilegri sögu af (kannske - maður veit aldrei!) næsta forseta Bandaríkjanna. Fyrst hér, svo hér. Athugið að síðari tengingin vísar á mp3-skrá. Mér finnst þetta bara nokkuð sniðugt hjá honum, sko. Greinilega er hann með afar sterkt lið í kringum sig sem fylgist náið með öllum fréttum af honum. Ódýrt fyrir hann - og gefur væntanlega aðallega góða mynd af honum (nema í huga þeirra sem líta á þetta sem ódýrt trikk - hann gæti lækkað í áliti hjá þeim).

Þessi maður sagði þegar einhver iglan spurði hann hvort hann hefði einhvern tíma reykt gras: „Yes, and I inhaled. That was the point“.

Nóg komið af bandarískum stjórnmálum í bili. Ég efast raunar um að það sé mér hollt að fjalla of mikið um stjórnmál, íslensk sem erlend. Betra að láta atvinnumönnunum það eftir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kúdós fyrir Obama söguna, maður þarf kanski að fara að kynna sér þennan gaur eitthvað.

-frikki

14:01  

Skrifa ummæli

<< Home