Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

18.12.06

OssomTossom - and don't tell yer mama!

Merkilegt hvað maður getur gert sér til dundurs þegar maður ætti að læra fyrir próf. Nýlega horfði ég á gamla upptöku af Rúv (sem mér skilst að hafi verið endursýnd um daginn - ég sá þetta á google-videos eða álíka) af því þegar Milton Friedman mætti Ólafi Ragnari og einhverjum tveim öðrum. Verst að ég skuli ekki muna hvar ég sá þetta, því þetta var býsna skemmtilegt. Þarna var Bogi Ágústsson þáttastjórnandi með býsna sérstök gleraugu, en ekkert var þó jafn sérstakt og hárgreiðsla forsetans. Hann hefur ekki breyst mikið, karlinn - nema bara að núna, þegar hann er orðinn ríkur kall, þá getur hann klætt sig aðeins betur.

Hvern hefði annars grunað á þessum tíma að hann ætti eftir að verða forseti þegar hann yrði stór?

Madre, Protégenos er algert æði. Það er ekkert hægt að orða það öðruvísi. Kann ekki að lýsa þessu svo vel sé - ætli mínimalískt sé nógu gott? Það er að minnsta kosti aldrei neitt rosalega mikið að gerast - maður hugsar aldrei „Wooly fuck, hvað er eiginlega í gangi?“, nema þá bara í aðdáun. Annað en gerist þegar maður hlustar á sumar aðrar hljómsveitir, þá er svo mikið að ske í einu að það verður jafnvel erfitt að fylgjast með. Hér eru, heyrist mér, aldrei fleiri en svona tvö-þrjú hljóðfæri í gangi samtímis, og ekkert þeirra flækir málin óþarflega. Af þeim diskum sem ég hef heyrt frá þessu ári, þá er þetta númer eitt, efst á listanum. Ef eitthvað neikvætt gæti ég sagt um þennan disk, þá er það að hann syngur ekkert sjálfur - hann notar hér sömu aðferð og þegar hann var í Antimatter, að fá söngkonur til að syngja fyrir sig. Hann er reyndar m.a. skráður fyrir „vocals“ (ásamt sex öðrum hljóðfærum), en það er þá varla meira en bakraddir. En þetta er nú ekkert stórmál - en miðað við hvað textarnir virka persónulegir, og miðað við hann semur alla þessa persónulegu texta sjálfur, þá hefði verið skemmtilegra að heyra hann sjálfan flytja þá. En hvað veit maður svosem - söngur hans gæti helst minnt á skíðlogandi kött á sýru. Kannske er þetta bara vel sloppið?

Hmm, kannske ég reyni að búa til topp-tíu lista í lok ársins. Veit reyndar ekki hvort ég hafi keypt tíu diska á þessu ári sem hafa komið út á þessu ári. Sjáum til.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það var að koma linkur á þetta á b2.is, já þetta er ansi áhugavert að skoða þetta, 24 árum seinna :)

hér er linkurinn

Ég vildi að tískan væri ennþá svona gæðaleg :D

15:14  

Skrifa ummæli

<< Home