Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

10.1.07

Þegar OssomTossom kom til Bergen seint aðfaranótt Þorláksmessu var hann ekki alveg viss hvernig hann ætti að komast í bæinn.

Leigubíll virtist eini kosturinn, en það hefði hins vegar reynst honum býsna dýrt. Í leigubílaröðinni voru hins vegar ágæt eldri hjón sem spurðu hann í hvaða átt hann væri að fara. Hann sagði þeim það, og þá kváðust þau vera að fara í sömu átt. Hann fékk því að deila leigubíl með þeim, og borgaði ekki meira en um eitt hundrað krónur norskar í leigubílagjald.

Einhver netári virðist hafa gleypt færsluna er ég skráði á mánudaginn, þegar ég sagði frá ránsferð minni um háaloft föður míns. Ég nenni nú ekki að endurtaka þetta allt saman, en ég náði semsagt að koma gírugum höndum mínum yfir nokkrar fínar bækur - lærdómsrit, smásagnasafn eftir Woody Allen, bækur eftir Austen og Dickens, myndskreytta Passíusálma og svo framvegis. Hins vegar fann ég ekki allar bækurnar sem ég veit að liggja þarna úti um allt - mig grunar því að næstu helgi muni ég fara þangað aftur og leita enn frekar. Jafnvel þótt þetta séu nú misfallegar bækur á að líta, þá eiga þær nú flestar betra skilið en að liggja þarna í kössum, hvað þá á gólfinu.

Skólinn byrjar á morgun og ég er bara nokkuð spenntur fyrir því. Þarna eru a.m.k. tvö námskeið sem fela fyrst og fremst í sér að ég fari í langa göngutúra og setjist að þeim loknum niður fyrir framan tölvuna og skrifi. Kannske eru þau jafnvel þrjú. Ég held að bókmenntafræðin sé bæði einna mest spennandi og það námskeið sem mér muni leiðast hvað mest. Þetta virðist verða ágætt kjaftafag þar sem fólk getur röflað og tjáð sig sem því sýnist (en sjáum til hvernig þróast) og þóst vera ofsalega klárt með því að tala um Freud og Lacan, strúktúralista, póst-strúktúralista og póstmódernista (og svo framvegis - ég held að í námsbókinni séu taldar upp eitthvað um tólf-fjórtán stefnur), mögulega án þess að skilja það sem það segir og vera líka alveg sama. Sem er fjör. Aftur á móti þarf endilega að vera eitthvað hópverkefni með framsögu og allt. Powerpoint - hér áður fyrr var alveg nóg að útbúa dreifiblað til áheyrenda þegar maður flutti sína framsögu, en kannske reynir það of mikið á áheyrendur?

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvar ertu þossi, það kemur ekkert inn hér :(

Sakna þessa að geta lesið daglega pistla frá þér...

16:07  

Skrifa ummæli

<< Home