Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

11.12.06

OssomTossom, the tsunami of hate and all ugly things

Jæja, fyrsta prófið fistað. Þrjú eftir og þá er mér öllum lokið.

Fann kreditkort úti á götu í morgun og mér gengur bölvanlega að ná í eigandann. Fann hann í símaskránni og hringdi skömmu áður en ég fór í prófið. Ekkert svar. Tók símann auðvitað ekki með í prófið - til hvers? - og auðvitað hringdi hann til baka á meðan ég var í burtu. Ég veit að hann gerði það því það voru nokkur missed calls þegar ég kom heim úr vinnunni. Svo neitar hann að svara núna. Ég veit ekki hvort svona kónar verðskuldi að fá kortin sín aftur. En sem betur fer býr hann í næsta húsi, svo það ætti að vera hægðarleikur að ná í hann. Fyrr eða síðar næ ég í skottið á honum.

Mæli annars með þessari sögu hér. Á þessari síðu má líka finna margt annað skemmtilegt, eitthvað til að flissa yfir þegar maður ætti í rauninni að gera eitthvað uppbyggilegt eins og að lesa fyrir næsta próf.

Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home