Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

1.1.08

OssomTossom: The patent painless tattoo remover

Margt hefur gerst undanfarið. Kannske það merkilegasta sem ég hef lært síðustu daga er að það er alveg leyfilegt að kaupa jólagjöf handa sjálfum sér.

Það var einmitt á Þorláksmessu sem ég fór útí Mál&Menningu, fyrst og fremst sem mér þótti frekar tussulegt að gefa pabba einn DVD í jólagjöf. Ég gekk útum allt í heiftarleit að góðri gjöf handa honum. Það gekk vel - ég veit að hann hefur gaman af öllu sem tengist frelsisstríði Suðurríkjanna.

Annars skil ég ekki hvers vegna þetta stríð verður að heita „Þrælastríðið“. Ekki minni menn en Atli Harðarson - faðir eins mesta dásemdardrengs Íslands þessa dagana - kalla þetta Þrælastríð. Hvað mig varðar, þá verður mér alltaf hugsað til Spartacusar (eða Spartacum?) þegar talað er um þrælastríð - það er að segja, stríð sem þrælar há. Þetta var ekkert annað en þrá nokkurra ríkja til að vera alríkinu æðri - ósk eftir að vera æðsta yfirvald í sínum innanríkismálum. Nafngiftir eru annars djöfulli kröftugar; hvers vegna heitir íraska andspyrnan „uppreisn“? Voru Frakkar sem börðust gegn Vichy-stjórninni uppreisnarmenn frekar en yndislegar frelsishetjur?

Eníhú; bók um Frelsisstríðið vissi ég að myndi falla í góðan Móðheiðarhvolsjarðveg. En í öllum þessum jólagjafakaupum má maður ekki gleyma sjálfum sér. Þótt hún sé ósköp íslensk, þá er bókabúð Máls og menningar alls ekki svo slæm. Þar fann ég til dæmis hina æðislegu bók An Iliad. Einstaklega skemmtileg endursögn á Ilíonskviðu; atvikin endursögð í gegnum kjaft um það bil tuttugu persóna úr Ilíons- og Odyseifskviðum. Ég get ekki mögulega mælt með henni nógu mikið. Forn-grískt kvæði, endursagt á ítölsku og þaðan þýtt yfir á ensku. Það væri bara ennþá skemmtilegra ef að yrði þýtt yfir á íslensku úr ensku af einhverjum sem kann hvorki ítölsku né forn-grísku og hefur ekki lesið kviðuna síðan í fornöld ...

Og síðan hvarflaði að mér: Hvers vegna ekki að endursegja t.d. Njálu á sama hátt? Nokkrar persónur sögunnar fá sinn eigin kafla til að skýra frá sinni hlið ... Ég bara skil ekki hvernig það gæti orðið leiðinlegt.

Það er bara svo óhemjumargt sem Íslendingar eiga eftir að gera. Bretar (og Jankar) hafa endursagt Sjeikspír í nútímanum; Snegla tamin var ekkert sorp, þegar Katrína var efsta kerlíng í breskum stjórnmálaflokki. Ran var engin della heldur; og það var Japani að blanda saman Vilhjálmi og japanskri sagnfræði. Mér skilst að Macbeth á pizzustað hafi ekki verið svo slæmt, heldur.

Ég vil alls ekki leggja til að að Rúv fari að setja Spjóthristing á svið. En hvernig væri nú að endursegja t.d. Njálu? Ekki bara með nútímastafsetningu heldur líka nútíma umhverfi ... jafnvel trénaður maður eins og ég fattar hve frábært það væri að endursegja Baugsmálið með hliðsjón af Njálu, og hverjum er ekki fjandans andskotans sama þótt eitthvað yrði stílfært? Yrði sagan verri þótt sonur Davíðs tæki saman við dóttur Jóns Ásgeirs - eða yrði hún bara meira í átt við Rómeó og Júlíu? Benedikt sem Jónsdóttir og Hilmir sem Davíðsson? Ég held að - ef þetta yrði sett upp, blanda af Njálu, R&J og einhverju til viðbótar - þá væri kvikmynd ársins komin.

Ansans vesen að ég skuli ekki kunna að skrifa kvikmyndahandrit.

Sumsé; Hómer hefur verið endursagður listilega vel af einhverjum Ítala. Þá hlýtur að mega endursegja einhverjar sögur (Gerpla telst ekki með - eins og mamma benti á, þá er furðulega fábjánalegt að gera grín að grínsögu - en við hverju er svosem að búast af manni sem hélt að hann gæti meikað það í Hollywood og verið kommi? Að vísu voru nokkur ár í Kinsey ... )

Það er annað pirringsmál; hvers vegna leikur Liam Neeson aldrei vonda kalla? Hann lék lærimeistara Obi-Wan, hann lék Valjean, hann lék Rob Roy. Það sem meira er: Þessi bláeygði maður lék góðakallinn aftur og aftur, þegar brúneygðir Herraþjóðarmenn léku vondakallinn (mér er alveg sama um augnalit Rush - hann hefði verið betri Valjjan). Ég gæfi brúna háralitin minn ef ég bara mætti sjá Neeson sem ekta rakið illmenni, bara einu sinni. Helst í kvikmynd þar sem Geofrey Rush væri eins mikið öðlings- og eðalmenni og hugsanlegt getur verið. Rush sem Kristur og Neeson sem Satan, Kaífas, Heródes og Pílatus - það kæmist ekki einusinni nálægt því sem ég vil sjá.

An Iliad - ég get ekki mælt nógu mikið með henni. Upphaflega kom hún út sama ár og Troy; eitt margra skipta sem Brad Pitt er í réttu hlutverki sem algerlega óþolandi karakter, og Hektor er enn meiri hetja en hann var í raun og veru. Hins vegar gæti hinn stórbrjósta Bana gæti gæti látið Blackadder virðast enn meiri hetja en Spruce Willis. Æðisleg endursögn frábærrar sögu.

Ha?

Já, gleðilegt nýtt ár!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár :)
kv
Eva

13:42  
Blogger Þossi said...

Sömuleiðis :)

10:43  

Skrifa ummæli

<< Home