Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

7.12.07

Mogginn - toppblað!

Ég ætlaði nú að vera fyrir löngu búinn að setja þetta inn.
Þriðjungur aðspurðra sagðist trúa á fljúgandi furðuhluti, nornir og stjörnufræði.

Jahérna. Bara þriðjungur Bandaríkjamanna sem „trúir á“ stjörnufræði? Ætli Jarðmiðjukenningin sé ennþá svona vinsæl þarna úti? Ég hélt að hér um bil allir tryðu stjörnufræðingum.

Stjörnuspekingum, hins vegar ...

2 Comments:

Blogger sigga said...

Já, og skv skoðanakönnunum þaðan trúa 76% Bandaríkjamanna sköpunarsögu Biblíunnar, 79% trúa kraftaverkasögunum í henni, 76% trúa á engla og djöfla, en bara 15%trúa að í darwinskri þróunarkenningu sé að finna sennilegustu skýringuna á uppruna manneskjunnar hér á jörð

16:23  
Blogger Þossi said...

Já. Ég var nú ekki að setja út á inntak trúar þeirra, heldur bara út á þýðinguna hjá Mogganum; hvernig getur nokkur maður ruglað saman „astrology“ og „astronomy“?

Hér er könnunin annars, upphaflega.

17:35  

Skrifa ummæli

<< Home