Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

8.12.07

Skeggrán

Frekar geng ég á rakvélarblöðum heldur en ófrosnu Atlantshafi - frekar verð ég sammála Jónasi heldur en Reyni.

Ef maður vill þykjast kristinn, þá er fyrsta boðorðið: „Ekki auglýsa það!“ Sjá Matteus 6.1: „Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis ... “ Maður á alls ekki - samkvæmt því sem Jesús segir - að auglýsa hvað maður er nú góður. Bara láta verkin tala. Þegar einhver segist kristinn þá er það eitt og sér ástæða til að varast slíkan mann.
-*-*-
Hvers vegna hlæja Íslendingar að Asíumönnum sem gera ekki greinarmun á „l“ og „r“ þegar við getum ekki einu sinni gert greinarmun á „v“ og „w“, hvað þá rödduðu og órödduðu „s“? Höldum við kannske að við séum ekkert hlægileg í eyrum Englendinga þegar við segjum „willage“ eða „vant“ (og berum fram sem „vont“)? - Að maður tali nú ekki um þessa íslensku tilhneigingu til að troða „h“ inn í orð: „vaht“, „a loht of“ - og svo framvegis.
-*-*-
Hrein og tær fegurð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home