Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

10.1.08

Hvað myndi ég gera ef ég hefði verið nefndur „Úlfur“?

Nú, þá myndi ég skipta um nafn og láta svo alla kalla mig „var-Úlfur“. Það gengur hins vegar ekki að láta breyta nafni mínu í „Úlfur“ og skipta svo til baka. Það er bara leim.

Nú fer skólinn að byrja aftur, fyrsti dagur í dag. Því miður féll eitt námskeiðið niður - auðvitað það námskeið sem ég var hvað spenntastur fyrir; Myndhvörf í tungumáli og bókmenntum. Ekki nógu margir höfðu sýnt þessu námskeiði áhuga, ég held að við vorum tvö sem sóttum um. Eða þrjú. Það er frekar súrt, en ætli maður verði ekki bara að láta sig hafa það.

En það eru þó tvö námskeið eftir, annað afar spennandi og eitt svona ladída-spennandi; í fyrsta lagi Sagnflokkar og rökliðavíxl (fyrst mér gekk svona þolanlega í Setningafræði og rökformgerð líst mér bara mun betur á þetta hér) og svo Breskar bókmenntir á nítjándu öld. Það er ekki alveg jafn spennandi, en ætti þó að vera allt í lagi.

Það lítur að minnsta kosti út fyrir að þessi 83% vinna flækist ekki svo fyrir mér, og það gleður mig dálítið. Það er barasta alveg ágætt að geta verið í vinnu og skóla án þess að það bitni á annað hvort skóla eða vinnu. Og svona líka skemmtilegum vinnustað! Síðasta vakt var reyndar fyrsta vaktin síðan í lok október án nokkurrar fullrar gátar, og við gátum því varið talsverðum tíma í að gera ekkert. Ágætt að fá svona tilbreytingu.

Smá djamm.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home