Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

2.3.07

Hinn tíðsótti OssomTossom

Lögfræðistofan Opus tók til starfa fyrsta desember síðastliðinn. Þar er boðið upp á margs konar þjónustu, bæði handa einstaklingum og fyrirtækjum - en þetta er allt betur skýrt á síðunni þeirra.

Sko? Þessi síða er ekki bara handa sjálfum mér, heldur líka og jafnvel fyrst og fremst handa lesendum mínum. Núna vitiði hvert þið getið snúið ykkur ef þið ætlið að giftast (já eða skilja), búa til erfðaskrá eða vantar lögmann til annarra starfa. Ekki spillir fyrir að allir starfsmenn stofunnar eru skuldbundnir til að vinna a.m.k. 50 stundir á ári pro bono - og veita þjónustu allan sólarhringinn.

Annars fék ég þúsundustu heimsóknina um daginn, eða fyrir viku síðan. Ég myndi veita verðlaun - en er ekki nóg að vera gestur númer þúsund? Er einhver þörf á frekari titlum?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home