Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

3.3.07

Tónlistargelgjan OssomTossom

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?

So, here's how it works:
1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle3. Press play4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie and try to pretend you're cool...
(7. But what if I was cool? Director's Choice, not the manatee's)

Opening Credits: When The Walls Go Down (Evergrey; The Inner Circle). Upplífgandi byrjun frá Gautaborgabúunum. Karlmaður um fimmtugt flytur ekkafyllta reiðiræðu um trúarmissi.

Waking up: Floater (Bob Dylan; Love & Theft). Get svosem ekki sagt mikið um þetta, hef aldrei hlustað á það áður. Lagið er þó hressilegt, og í texta má finna setningar eins og „I'm in love with my second cousin“. Smá húmor og sniðuglegheit.

First Day At School: Nectar (Opeth; Morningrise). Tíu mínútna lag um ... ehe ... það er nú það. Texta má finna hér, ef einhver hefur áhuga.

Director's Cut: Jeeves and Wooster (Anne Dudley). Þemalag þáttanna þar sem Stephen Fry og Hugh Laurie fóru á kostum.

Falling In Love: The Shocking Truth (Evergrey; Solitude Dominance Tragedy). Byrjar á manni að segja okkur að til séu sönnunargögn um geimverur, og inn á milli eru frásagnir fólks af afskiptum geimvera af þeim. Textinn, sem er hér, gæti kannske skýrt málin aðeins betur.

Director's Cut: Voila l'été (Les Negresses Vertes; Mlah). Vegna þess að það passar svo ósköp vel.

Fight Song: Quest For Fire (Iron Maiden; Piece Of Mind). Ekki besta lagið þeirra, er ég hræddur um. Textinn segir allt sem segja þarf, þannig séð sko.

Director's Cut: Panasonic Youth (Dillinger Escape Plan; Miss Machine). Vegna þess að þetta er meira fight-lag heldur en hitt. Hérna er myndbandið.

Breaking Up: One Day (RJD2; Since We Last Spoke). Jaaá, ég fæ reyndar ekki betur heyrt en að þetta sé einmitt um sambandsslit.

Director's Cut: The Luciferian Revolution (Elend; Les Ténèbres du Dehors). Mér finnst þetta eiga betur við. Það er því miður ekki hægt að nálgast þetta á síðu Elend, né textann. Hann má þó finna annars staðar.

Prom: Underground (Tom Waits; Swordfishtrombones). Það er mikið í gangi í undirheiminum, og margt skuggalegt á seyði.

Director's Cut: Ratamahatta (Sepultura; Roots). Rosalegt danslag.

Life: Pain (Prince Paul; A Prince Among Thieves). „Live is pain, princess“ sagði Wesley í The Princess Bride.

Director's Cut: Big News (These Arms Are Snakes; Oxeneer or The Lion Sleeps When Its Antelope Go Home). Textinn segir sig eiginlega sjálfur

Mental Breakdown: Flowers (Antimatter; Saviour). Jebb, rólegt eins og andlegt niðurbrot. „And there you were, taking flowers from my grave“ er einmitt eitthvað sem niðurbrotinn maður myndi segja, ekki satt?

Driving: Back In The Saddle (U.B.Otch) (Stuck Mojo; Rising). Suðurríkst rappmetal, með ekta blökkmann við hljóðnemann og allt saman (a.m.k. á þessum tíma). Dálítil Pantera-stemning (af Far Beyond Driven í laginu. Textinn.

Flashback: Transfixion (Meshuggah; Destroy Erase Improve). Þetta er svo allt annar handleggur. Klassalag - ekkert Pantera-neitt - eins og við er að búast frá þessum Umeåungum.

Getting Back Together: Stones (Úr Ultima IX: Ascencion). Þetta er í mörgum útgáfum, í þessari er flauta í stað söngs. Einhver strengjahljóðfæri, bæði með boga og svo plokkuð (eða hvað sem það nú heitir).

Wedding: Goin' Out West (Tom Waits; Bone Machine). Reyndar ekki svo vitlaust brúðkaupslag, sko.

Director's Cut: Rock And Roll All Night (Kiss; You Wanted The Best, You Got The Best). Ef ég finn frambærilega konu sem myndi taka vel í þá hugmynd að þetta yrði sungið í hópsöng að athöfn lokinni (já eða í kirkjunni ef útí það er farið), þá kem ég sennilega aldrei til með að finna aðra slíka.

Birth Of Child: Flugufrelsarinn (Sigur Rós; Ágætis Byrjun). Jæja, það verður víst bara að hafa það. Svosem ekkert alvitlaus lag.

Director's Cut: The Newborn Sailor (Elend; Winds Devouring Men) er þó betra, þótt ekki sé vegna annars en titilsins. Lagið má nálgast á heimasíðu þeirra, í mismiklum gæðum (betri gæði = stærri skrá?).

Final Battle: Feel (Anathema; Alternative 4). Þrátt fyrir að vera býsna rólegt lag, þá er þetta samt býsna gott fyrir lokabardagann.

Death Scene: I Came To Leave (Cadaverous Condition; The Lesser Travelled Seas). Titillinn hæfir dauðastríðinu vel.

Funeral Song: Ambassador (Evergrey; The Inner Circle). Enn eitt Evergrey-lagið. Ekki beinlínis útfararlegt, en textinn hentar kannske ágætlega: „I am / Light to cast away shadows / The Spirit, Holy Ghost, and even Jesus / God walking earth / Ambassador“. Þannig vil ég a.m.k. láta minnast mín.

End Credits: Crusher Destroyer (Mastodon; Remission). Ágæt leið til að ljúka myndinni; aim gorge and win er fínt mottó.

Director's Cut: Workhorse (Mastodon; Remission). Ég held þó að þetta sé betra til að klára myndina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home