Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

9.3.07

OssomTossom veit að vorið er komið. Hann sá nefnilega flugu flögra úti á svölum.

Próf í gær, ljómandi fjör. Þannig séð. Því miður var þetta í bókmenntafræði, sem ég held að verði að teljast það mest óspennandi fag sem ég hef tekið síðan ég byrjaði í ensku. Ég böðlast þó í gegnum þetta og reyni að gera vel - því annars verð ég að gera þetta allt aftur, og hvern langar til þess? Fjör að svara spurningum um kenningar Freuds um undirmeðvitundina, eða þurfa að útskýra eitthvað froðusnakk í Baudrillard. Mér þótti leitt að engin spurning var um um þá fullyrðingu að maðurinn væri mælikvarði alls - ég var nefnilega nýbúinn að renna yfir stutta umfjöllum um Prótagóras og þóttist því vel í stakk búinn að svara þeirri spurningu. Að vísu var túlkunin á þessari setningu hans aðeins öðruvísi í bókmenntafræði, virðist vera - þar var þetta túlkað sem svo, að „maður“ ætti aðeins við hvíta, kristna Evrópukarla, þannig að kannske hefði ég bara fengið bágt fyrir að svara með því að vísa á einhvern forn-Grískan kallfausk sem átti væntanlega við allt annað með „maður“ heldur en þessa túlkun sem boðið var uppá í powerpoint-showi kennarans. En svona gengur þetta nú fyrir sig. Tókst að vísu að troða Platóni inn í eitt eða tvö svör, aðallega vegna þess að ég hafði ósköp fátt um spurninguna að segja (spurningin var annars á þá leið að maður átti að útskýra kenningar áðurnefnds Baudrillard um fjögur stig táknsins ... ljómandi).

Svo er árshátíð í kvöld. Það verður vonandi fjör þar, glens og grín og góður matur. Svo bara snemma í háttinn svo ég geti vaknað nógu snemma á morgun til að ákveða hvort ég mæti á alla fyrirlestraröð Res Extensa á morgun, eða láti mér nægja að mæta eftir hádegi. Fúlt að vakna klukkan tólf og fatta fyrst þá að mig langaði að hlusta á Margréti Björk.

Jæja, ég held ég verði bara að fara í sturtu og svo framvegis áður en ég fer að borða. Góða helgi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home