Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

10.3.07

OssomTossom vann ekkert á árshátíðinni í þetta sinn - ekki einu sinni trefil.

Hann svaf líka yfir sig og missti af svo mörgum fyrirlestrum að hann ákvað að sleppa því að mæta á þennan eina sem hann hefði getað náð - jafnvel þótt Ólafur Teitur hafi verið fyrirlesarinn.

Svona er þetta. Maður planar og heflar og pússar og skipuleggur, og fattar allt of seint að auðvitað átti maður að byrja á að skipuleggja, áður en maður gerir allt hitt. En það dugir varla að gráta þetta - kannske var þetta allt tekið upp og verður aðgengilegt síðar meir á netinu? Mér finnst næstum sem að það væri sjálfsagður hlutur (jafnvel þótt bara hljóðrásin yrði aðgengileg, þá yrði það samt óttalega stór skrá nema hún yrði klippt niður svo hver fyrirlestur, auk umræðna í kjölfar hans, yrði en skrá) þegar um svona opna fyrirlestra er að ræða, að þeir verði öllum aðgengilegir. Ekki bara mín vegna, sem komst ekki vegna svefns (og hefði ég vaknað á réttum tíma, þá hefði ég hvort eð er varla mætt sökum þynnku), heldur líka og jafnvel frekar vegna allra þeirra sem búa úti á landi eða utan lands og gæti því ómögulega mætt. Líka vegna þeirra foreldra sem gátu ekki mætt vegna barnanna. Please, think of the children.

Í versta falli - gæti ég óskað þess að lestrarnir komi allir út á bók í einu bindi? (Auðvitað gæti ég það, en yrði hlustað?)

Svo gekk mér bærilega í þessu prófi. Svosem ekkert til að hreykja sér ótæpilega af, en ekkert til að skammast sín fyrir heldur. Hún var skotfljót, konan, að fara yfir það - mun fljótari en að fara yfir heimaverkefnið sem hún fékk fyrir tveim vikum eða svo.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home