Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

5.12.06

OssiTossi

800 orða ritgerð um sjálfan mig? Var einhver að biðja mig um að skrifa átta hundruð orð um mig? Það mætti allt eins biðja jörðina um að halda áfram að snúast, eða skipa vatninu að vera blautt. Ég skrifa ekki um annað en sjálfan mig og það sem ég hef áhuga á - helst svo mikinn áhuga á að það sé svo gott sem hluti af sjálfum mér.

Ég meina, hendur mínar og fætur eru hluti af mér, og ekki neitt mér óviðkomandi. Tilfinningar mínar - þær eru hluti af mér eins og litur er hluti af bókakápu. Og það sem ég hugsa - það er líka hluti af mér, alveg eins og innihald eða boðskapur bókar er hluti líka hluti af bókinni. Það er því hægðarleikur að skrifa eitthvað um mig, jafnvel þótt ég eigi víst bara að skrifa um sjálfan mig sem skrifara; hvernig ég skrifa, hvað ég hafi lært á þessu námskeiði (kommon! Er þetta menntaskólaefni eða hvað? Stundum skammast ég mín hálfpartinn fyrir að vera að þessu) og allt það. Það er svosem heppilegt að fá að skrifa um það sem manni finnst skemmtilegast - sjálfan sig - svo ég ætti nú ekki að kvarta.

Annars er ég óttalega feginn að vera ekki þjóðarleiðtogi. Jújú, í furstaríkinu Tossom eru allir voðalega frjálsir og kátir, en efnahagurinn er alveg í rúst. Fyrir nokkrum dögum var allt á uppleið, og núna ... allt í steik.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

shit maður, ég verð að fara að kíkja á nationstates aftur, goodshit.

Frikki

10:05  

Skrifa ummæli

<< Home