Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

7.12.06

OssomTossom kemur til með að deyja úr þorsta, því hann er ekki útvatnaður

Nokkrar áhugaverðar upplýsingar frá Bandaríkjunum (annars er þetta tæplega vísindaleg athugun, en þetta er þó nóg fyrir nokkrar vangaveltur):

Þrír fjórðu Bandaríkjamanna gefa til góðgerðarmála, að meðaltali 1800 dollara (ég býst við það sé á ári).

Fátækir gefa meira til góðgerðamála, hlutfallslega (allt að 30% meira af tekjum sínum heldur en aðrir, skilji ég greinina rétt) heldur en miðstéttar- og hástéttarfólk. Nánar tiltekið - fátækir en eru þó í vinnu gefa meira. Miðstéttin virðist gefa minnst, hlutfallslega séð, þótt ekki sjái ég talað um það í greininni.

Íhaldssamir gefa meira en frjálslyndir, tæpum þriðjungi meira.

Smábæjarskríll gefur meira en stórborgarpakk. Safnað var pening á fjölförnustu stöðum í San Fransisco annars vegar, og smábæ í South Dakota hins vegar, og á öðrum degi hafði smábærinn safnað tvöfalt meira heldur en stórborgin, þrátt fyrir að þrefalt fleiri gengu framhjá söfnunarbaukunum í SanFran.

Fannst reyndar sérstaklega áhugavert þegar sagt var frá algengu svari miðstéttarfólks þegar það var spurt hvers vegna það gæfi ekki (eða gæfi ekki meira): „Ég hef ekki efni á því.“ Ósköp undarlegt viðhorf, ef satt er. Ég meina, ef maður hefur efni á því að fara einu sinni í viku á til dæmis McDonald's - þá hefur maður líka efni á því að fara ekki einu sinni á viku á McDonald's og gefa peninginn eitthvert annað þar sem hann mun (vonandi!) koma að mun betri notum. Hafi maður efni á að borða þrjár máltíðir á hverjum degi, þá hefur maður líka efni á sleppa einni máltíð einn dag í viku og spandera henni á einhvern annan (sem borðar ekki þrisvar á dag + snarl, væntanlega). Og svo framvegis ... sígarettur, bjór, bíó. Ekki það að ég búist við að meðalbetlarinn kæri sig neitt sérlega um að fá brauðhleif og oststykki, hvað þá bíómiða - en hann gæti þegið bjórinn og retturnar.

Til að vera örlítið heiðarlegur (nokkuð sem gerist ekki svo oft!) má líka koma fram, að mitt framlag er vel undir 30% tekna minna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home