Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

1.12.06

OssomTossom hefur augu Nöðrukonungsins

Merkilegt hvað fólk - fullorðið og vel menntað fólk geri ég ráð fyrir, þar sem það er nú að versla í Bókhlöðunni - er ólæst. Stendur skýrum stöfum: Vinsamlegast gangið frá bollum, glösum og diskum eða eitthvað í þá áttina (ekki að ég hafi nennt að leggja þetta á minnið, sko), og hvað skeður? Jú, fólk leggur diska, bolla og glös ekki á vagninn heldur skilur eftir á borðinu, og setur helst umbúðirnar utan af sælgætinu sem það var að troða í ginið á sér ofan í bollann, og stingur servíettum í glasið. Ímyndar það sér kannske að það sé með því að ganga frá eða gera einhverjum greiða? Pakk. Það bjargar deginum að hafa kát og hress lög Hauks og LNV til flautunar. Já, og einstaka notalegir kúnnar (notalegir fyrir augun, meina ég).

Fyrst minnst var á kúnna, þá furða ég mig sífellt á fólkinu sem kaupir jafnvel einn kaffibolla með debitkorti. Ég bendi á ódýrari leiðir, til dæmis að kaupa klippikort: „Nei veistu, þá þyrfti ég alltaf að vera að koma hingað til að fá mér kaffi.“ Nú er dálítið af sama fólkinu sem kemur aftur og aftur, og ég er nokkuð viss um að ég hafi selt sumum fleiri en ellefu bolla - og alltaf borgað með korti. Hef ákveðið að nefna þetta ekki framar við fólk - hey, þetta er ekki minn peningur!

Pirringsrausi lokið.

Fór í kandadíska sendiráðið í gær ásamt nokkrum úr enskunni. Fyrir utan stólaskort, þá var þetta alveg ljómandi skemmtilegt. Sendiherrann sjálfur - elskuleg kona á sextugsaldri, geri ég ráð fyrir - tók á móti okkur, gekk um og spjallaði við fólk. Hélt meira að segja smá fyrirlestur, myndir og allt saman. Ljómandi. Síðan fórum við, hvað, fimm stykki á Rosenberg - fyrsta skipti sem ég hef litið þangað inn svo ég muni - og vorum eitthvað frameftir. Allt saman voðalega gott og þægilegt, þangað til hljómsveit kvöldsins tók til sinna ráða og spilaði voðalega hátt.

Fór í dag og fékk kortalausan kreditreikning til að eiga auðveldara með að borga tryggingarnar (of há summa til að ég geti borgað hana í einum rykk). Mér finnst ég vera orðinn óttalega fullvaxta eitthvað ... sennilega bara ímyndun og sjálfsblekking. Sem er gott. Framundan eru svo aukavaktir á morgun og hinn, ritgerð um sjálfan mig, prófalestur og vonandi næ ég að klára að slá inn þessa blessuðu þýðingu sem fyrst. Hef dregið það allt, allt of lengi og veit vel upp á mig sökina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home