Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

8.11.07

Leiðindin og ég

Stundum kemur fyrir að einhver óvenju órólegur er lagður inn. Svo órólegur þykir hann, að öryggisins vegna er kallað á fjórða mann á vakt, og sá verður víst helst að vera karlmenni. Síðastliðna nótt var ég þetta aukakarlmenni. Ég býst við að það hafi þá þegar verið búið að hringja í mér stærri og stæðilegri menn, en þeir ekki verið á lausu - því þótt ég segi sjálfur frá, þá er ég nú ekki sá sterklegasti í hópnum.

En einhver áhrif virðist ég þó hafa, því þessi „órólegi“ svaf alla vaktina. Ekki bara hann, heldur sváfu meira að segja þeir sem venjulega koma fram um fimm til að biðja um undanþágu frá „ekki reykt fyrir sjö“-reglunni. Ég hlýt bara að vera svona ofsalega leiðinlegur.

Ég græt þetta svosem ekkert. Ég hef voðalega lítinn áhuga á að fljúgast á við fólk, og ennþá minni áhuga á að slást við þá sem halda að ég sé einhver sérstakur óvinur þeirra sem vill umfram allt annað gera þeim eitthvað illt. Þá vil ég frekar bara sitja og lesa (á smávægilegum launum), en til þess hafði ég nægan tíma þessa nótt. Ég hafði líka nægan tíma til að lesa og velta fyrir mér nokkrum spurningum sem einhver Mengella lagði fyrir einhverja Vantrúarfélaga. Þótt ég geti nú ekki hrósað því happi að tilheyra þeim ágæta félagsskap, þá þóttu mér þetta nógu skemmtilegar spurningar til að verja hluta næturinnar í að svara þeim.

Stundum hefur maður nefnilega ekkert nema gott af því að dreifa huganum smá frá aðeins brýnari verkefnum ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home