Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

19.11.07

Nei, andskotinn hafi það!

- sem er annars ekkert frábrugðið því að segja „Nei, Voldemort/Sauron/Hades hafi það!“

1. Ferlega spennandi málþing síðustu helgi - heimspeki í framhalds- og grunnskólum, gott ef ekki leikskólum líka. Auðvitað missti ég af því. Það er að segja, hefði ég fylgst betur með hefði ég getað fengið frí frá vinnu, skipt á vöktum við einhvern annan og mætt eldhress og kátur til leiks, og hlustað á spekina seytla af vörum fyrirlesarana. En því miður fattaði ég þetta of seint, þegar ég hafði þegar skuldbundið mig til að vera bæði á kvöld- og næturvakt, of seint til að skipta - en eins og flestir þekkja af eigin reynslu er til lítils að reyna að læra eitthvað þegar maður er illa sofinn og búinn að vaka í kannske átján-tuttugu tíma. Ósköp fátt tollir í heilanum þá. Nú þarf ég bara að annars vegar reiða mig á frásögn Atla Harðarsonar, og hins vegar að vona að þetta verði nú gefið út.

Og hvers vegna ætti þetta ekki að vera gefið út? Aðgangur var ókeypis að málþinginu. Það getur varla verið svo dýrt að setja erindin öll sömul á netið, til dæmis á .pdf-formi. Kannske ég ætti að leita að því frekar en að skrifa hér.

2. Nú verð ég víst að hætta að nota sögnina „að gilja“. Ég tók mig til, bara rétt áðan, og horfði á nokkra þætti af Næturvaktinni - og hvað sé ég annað en að karakter Jóns notar einmitt þetta orð. Get nú ekki verið þekktur fyrir að nota sama orðalag og hann, ha? Jafnvel þótt mér hafi verið fullkunnugt um þessa sögn löngu fyrr, eða að minnsta kosti síðan í menntaskóla - gott ef það kom ekki til vegna umræðna um klúrin og klámfengin nöfn jólasveinanna.

Sem minnir mig á Bottom. „And they let children play this, you say?“

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home