Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

17.11.07

Nenni ekki að standa í þessari vitleysu

Ég held ég takmarki barasta skrif mín við eina síðu - þessa hér. Hitt var bara leiðinlegt, óþægilegt umhverfi að vinna í og svo framvegis. Slóðin var samt falleg. En ég nenni ekki að halda úti tveim síðum.

Ég lenti í því um daginn að vera spurður um kennitölu sjúklings á deildinni - þegar hann var bæði viðstaddur og með meðvitund. Mér varð um og ó við þennan ótrúlega dónaskap og hafði ekki rænu á segja annað en að hann (sjúklingurinn, ekki sá sem spurði) vissi hana alveg örugglega. Lendi ég einhvern tíma í þessu aftur, þá held ég að ég eigi eftir að svara með aðeins meira þjósti og sýna þannig fyrirlitningu mína á þeim sem spyr mig frekar en kennitöluhafa. Kannske ég hræki bara á spyrjanda til að undirstrika það - en það væri kannske aðeins of langt gengið. Ætli ég láti ekki nægja að reyna að setja saman einhverjar góðar setningar til að eiga í bakhöndinni - staðlað svar við slíkar kringumstæður, rétt eins og maður er kominn með býsna staðlað svar þegar fólk spyr hvenær kaffið komi fram eða hvort það megi reykja: „Kaffi og sígó er klukkan sjö.“

Annars finn ég hvernig tækjapervertinn er að vakna til lífsins. Ég man eftir að hafa tekið undir þá hugmynd Einars Más Jónssonar (í Bréf til Maríu) hve asnalegt og óheppilegt það væri að geta ekki keypt létta og meðfærilega og ódýra tölvu, bara til að geta skrifað á, tekið við og sent rafpóst, og skoðað sig um á netinu. Nú, fyrir ekki svo löngu síðan rakst ég á einmitt eina slíka: Asus Eee. Mikið óskaplega langar mig í svona. Ég var jafnvel búinn að finna vefsíðu breska sem var til í að selja mér eina slíka, ásamt 4 gígabæta minnislykli, á rétt rúmlega 230 pund (eitthvað um 30 000 krónur) - sendingakostnaður innifalinn. Ef ég gæti nú bara verið viss um að geta sett upp íslenskt lyklaborð á henni, þá hefði ég sennilega fallið í freistingu á staðnum. Þetta er akkúrat málið - fyrir ferðalög, heimsóknir og jafnvel skóla. Rétt svo eitt kílógramm, á stærð við skólabók.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home