Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

11.7.07

ZzzzzZzzzz ... ha?

Ég hef varla gert annað en að sofa síðustu daga. Ég kenni kaffibindindi um. Á mánudaginn, þegar næturvaktarvikunni lauk, hafði ég mig þó til að fara og versla smávegis - ég keypti brúðkaupsgjöf handa Magga frænda og Christinu. Brúðkaup á laugardaginn og ég þarf einhvern veginn að komast upp í Mosfellsbæ. Ætli strætó gangi þangað?

Síðan fór ég að sofa, á mánudaginn, ég sofnaði um tvö-leytið eftir hádegi. Síðan ranka ég aðeins við mér um tvö að nóttu, og fór svo bara aftur að sofa. Ætli ég hafi ekki á endanum staulast fram úr svona um fimm-leytið að morgni og verið á fótum í alveg tvo-þrjá tíma áður en ég fór aftur að sofa. Ég hefði örugglega ekki farið að sofa ef ég hefði nennt að fá mér kaffisopa. Fór aftur framúr uppúr hádegi, og entist aðeins lengur á fótum þá, eða alveg til um tíu. Síðan fór ég aftur á fætur í morgun, kannske um hálfátta.

Má ekki gleyma kaffinu!

Stundaskráin er komin, og hún er ekkert svo óásjáleg. Fjögur námskeið, og aðeins eitt býður ekki upp á fjarnám - verst að það skuli einmitt vera svona snemma á morgnana. Ekki svo að skilja að ég ætli í fjarnám, en hins vegar hafði ég hugsað mér - ef það er í boði - að halda áfram næturvöktum í vetur. Miðað við hvernig næturvaktirnar hafa verið hingað til, þá er hellingur af dauðum tíma á næturnar til að lesa og skrifa. Ég held barasta að það sé langt síðan ég hef lesið jafn mikið og í síðustu viku - lesa lesa lesa. Nú, og annars er önnur hver vika frívika. Já, ef það er í boði þá ætla ég að stökkva á það eins og hákarl.

Það sér þó a.m.k. fyrir endann á þessari ritgerð sem ég ætlaði fyrst að skila ég-man-ekki-hvenær. Bara ef ég gæti fundið eitthvað hjá mér sjálfum til að bæta við alla þessa endursögn og útlistanir á kenningum annarra - þó þannig að það falli vel við heildarmyndina. Ég veit ekki einu sinni hvort það sé beinlínis þörf fyrir slíkt - en samt finnst mér einhvern veginn eins og það verði að vera eitthvað smávegis sem gerir eitthvað meira en bara að sýna að ég hafi svona nokkurn veginn skilið það sem ég skrifa um.

Annars lauk ég nýlega við fyrsta hluta af lítilli sögu - betri sögulok fyrir Litlu hafmeyjuna. Það er til lítil síða þar sem fólk getur sent inn sögurnar sínar og fengið gagnrýni á þær - ég ákvað að senda hana þangað. Þá er bara að bíða og sjá hver viðbrögðin verða, áður en ég fer að vinna að framhaldi þessarar ...

Neurosis gáfu út disk fyrir afar skömmu síðan. Hann virkar vel, svona við fyrstu hlustun.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Næturvaktir og kaffibindindi..... ertu nöts!!
En já, strætó á að ganga upp í mosfellsbæ (bus.is)

-Frikki

20:14  

Skrifa ummæli

<< Home