Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

1.3.07

Söngfuglinn OssomTossom

Hvenær sem ég vakna með lag á heilanum hef ég áhyggjur af einungis einu. Ekki af því að ég muni ekki losna við það eða raula það í allan dag, heldur af því að ég hafi sungið það í svefni. Ég hef litla trú á að grannar mínir yrðu kátir ef þeir hafa vaknað við svefn-mig syngja Take On Me. Í draumnum söng ég það undurvel, en miðað hvernig ég hljóma fyrstu hálftímana sem ég er vakandi, þá er óhugsandi að það hafi hljómað fallega í raunveruleikanum.

Annars fékk ég lítt skemmtilega heimsókn um daginn. Ókunnugur köttur kom upp á svalirnar til mín, og var mjög óhrifinn af því að vera fjarlægður. Þetta var ekki sami klifurkötturinn og hún Mjása mín og virtist ekki ráða við að klifra niður aftur. Ég varð því að taka hann upp og bera út um aðaldyrnar. Mikið var mjálmað og reynt að klóra, þrátt fyrir að ég hafi nú lagt mig í líma við að vera mjúkhentur og blíður. Ég get ekki annað en vonað að hann komi ekki aftur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home