Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

27.10.07

Heimdalli er ekki alls varnað

Eða annað er varla hægt að ætla af nýlegri grein af Vantrú, þeim ágæta félagsskap. Það væri auðvitað gaman að vita hvort önnur svipuð félög annara stjórnmálaflokka séu á svipuðum slóðum.

Annars er merkilegt með þessa ríkisreknu Þjóðkirkju, hve oft mönnum finnst ástæða til að sækjast eftir áliti biskupsins. Þannig var til dæmis, sýndist mér, leitað til hans í Mogganum á fimmtudaginn, um þetta frumvarp um sölu áfengis. Nú nennti ég ekki að leggja á minnið hvað hann hafði um málið að segja, en ætli hann hafi ekki verið óhrifinn af því.

En hvað? Hvers vegna að leita að hans áliti á nokkrum sköpuðum hlut? Er þetta sérstaklega vís og spakur maður, þekktur fyrir skynsamlegar skoðanir og tiltölulega góðan rökstuðning? Eða er kannske bara leitað til hans vegna þess eins að hann er biskup?

Ég gæti alveg skilið að leitað sé til hans, ef blaðamaður þarf virkilega að fá svar við einhverri guðfræðilegri spurningu - hvernig virkar þríeining, til dæmis, eða er þetta í raun og veru hold og blóð Jesú sem neytt er við altarisgöngu? En til að svara einhverju sem gæti á einhvern hátt talist siðfræðileg spurning? Þá get ég ekki séð hvernig biskup hafi neitt gáfulegra um málið að segja heldur en t.d. bankastjóri Landsbankans.

Jafnvel tækju fleiri mark á bankastjóranum. Hvers vegna ekki? Ég held að mun fleiri Íslendingar hafi áhuga á peningum og veraldlegum eignum heldur en nokkurn tíma á kristnum guði og himnasælu - í það minnsta sýnist mér flest fólk lifa sínu daglega lífi á þann veg. Enda kannske auðveldara að hafa áhuga á einhverju sem maður veit fyrir víst að sé til, jafnvel þótt óvíst sé að maður geti sjálfur nokkru sinni náð almennilegum tökum á því, heldur en að kæra sig um eitthvað sem maður hefur ástæðu til að efast um að sé til yfirleitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home