Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

20.8.06

OssomTossom - Bogart's alterego

Ég held að það viti á mjög gott ef maður getur setið úti á svölum og horft á norðurljós í ágúst. Það veit á góðan vetur. Ég náði einmitt að gera þetta í gærkvöldi, eftir að ég fór heim af sukkinu. Hitti Kára, fórum til Frikka, fórum niður í bæ hvar allt var fullt, fundum loks nokkur sæti og höfðum það náðugt. Seinna komu Sindri og Höddi og Máni og Dagur, Frikki fór - loks fór öll hersingin á Sirkus. Þá þótti mér nóg komið, enda löng löng röð fyrir utan og ég búinn með pening dagsins, svo ég fór bara heim. En takk fyrir kvöldið, strákar.

Þetta voru ekkert rosaleg norðurljós - bara smá forsmekkur - en þau eru samt alltaf heillandi. Norðurljós eru aldrei leiðinleg. Það má kannske segja, að þessi tilteknu norðurljós hafi ekkert verið merkileg miðað við brjálæðið sem stundum er boðið upp á.

Minnir á bandaríska brandarann: „Sex is like pizza: Even when it's bad, it's still good.“

Sem minnir mig á það: Takk, Stefán Pálsson GettuBetur-kappi, fyrir að hafa minnst á Black Bottle viskí. Alveg ljómandi gott viskí þar á ferð ... já, eða a.m.k. skemmtilegra en margt annað sem heimurinn býður upp á.Sko: „Word of mouth“ er besta auglýsingatæknin sem völ er á. Skyldi Stefán sjálfur vera að flytja þetta inn? Eða er ég kannske að flytja þetta inn, fyrst ég er sjálfur að auglýsa þetta?

Í nótt dreymdi mig síðan draum. Í þessum draum opinberaðist mér hvernig maður skuli gera Skyttu.

Skosk skytta: Skoskt viskí, kakó og sykur eftir smekk.
Frönsk skytta: Koníak, kakó og sykur eftir smekk.
Og svo framvegis og framvegis.

Jæja, á morgun fer ég. Tími til kominn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home