Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

17.8.06

OssomTossom - No wishbone

Kári á afmæli í dag - hann lengi lifi.

(ef ég gæti sett inn mynd af köku þá myndi ég gera það)

Ég hélt alltaf að þegar maður væri í fríi, þá mætti maður sofa út eins og mann lysti. En nei ... alla þessa viku hefur einhver elskulegur nágranninn verið í rosaframkvæmdum hérna úti í garði, að gera upp gamla skúra. Í dag - múrbrjótur. Í gær - einhvers konar undarleg sög (ég sá hana ekki). Hávaðinn er bara að aukast. Hvað skyldi hann bjóða upp á á morgun?

Ég er ekki frá því, að snóker sé skemmtilegri en púl. Tekur talsvert lengri tíma að klára einn leik, a.m.k. ef maður er á stærstu borðunum, en þetta er skemmtilegra. Verst að það fattaðist of seint að í snóker geta þrír spilað, hver í sínu liði - stigataflan býður upp á allt að fjögur lið, sýnist mér. Þetta verður endurtekið vonandi einhvern tímann.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir mig Þossi minn :) Ég er líka sammála um að það hafi verið skemmtilegra í snookernum, eitthvað svolítið sophisticated við það :D

20:24  

Skrifa ummæli

<< Home