Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

16.8.06

OssomTossom - One Life, One Purpose

Í draumum kvöldsins mátti m.a. sjá Jeremy Irons sem galdrakall (ég var í einvígi við hann, og við rifumst um mislitar glerperlur, ekki ósvipaðar þeim sem maður notar í Magic: The Gathering), manninn með klofnu höndina úr Total Recall, og grátandi Tori Amos.

Í Blaðinu í gær eða fyrradag mátti sjá Sigmar B. Hauksson sjónvarpskokk halda því fram að veiðimennskan sé í eðli karla. Það má svosem vel vera, en hvers vegna geta þeir þá ekki fundið eðli sínu karlmannlegri farveg en að drepa laus dýr úr launsátri af svo miklu færi að þeim er öldungis ómögulegt að verja sig? Ef þeir færu til dæmis á villisvínaveiðar með svissneskan vasahníf að vopni - það væri karlmannlegt. Úlfaveiðar með spjóti benda til óumdeilanlegar karlmennsku og dirfðar. Og hvað gæti verið karlmannlegra en að veiða bjarndýr með kylfu?

Sama hvernig menn reyna að fegra þetta áhugamál sitt - dráp úr launsátri þar sem stafar einungis hætta af eigin heimsku (eða annarra veiðimanna) eru ekki karlmannleg. Alveg er ég viss um að Þorgeir eða Kári hafi aldrei lagst svo lágt að veiða dýr með boga og ör - nema líf þeirra hafi legið við.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home