Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

15.8.06

Kaupæði

Í gær gerði ég svolítið skrýtin kaup. Ég fór útí Krambúð með það í huga að kaupa mér kex, rjómaost og kannske eitthvað aðeins meira ofan á kexið. Ég sá þarna einhvers konar áleggspakka spænskan og hugsaði með mér að þetta gæti nú verið alveg ágætt.

Nú, þetta var alveg ágætt. Skinka og tvær tegundir af einhvers konar kryddpylsu. Mjög gott.

Síðan las ég innihaldið og varð hissa.

Ingrédients: Jambon de porc (145% min).

Þarna hafði ég semsagt verið að eta kjötafurð sem innihélt að minnsta kosti 145% svínaskinku. Ókei, ég get ímyndað mér hvernig það sé að borða kjötafurð sem inniheldur til dæmis 90% svínaskinku, eða jafnvel 100% skinku. En hvar eru þessi auka 45%?

Svarið var nú sem betur fer bara örlitlu neðar:

Pour obtenir 100 g de produit fini est necessaire minimum 145 g de viande de porc.

Í dag gerði ég hins vegar góð kaup. Úti í Iðu við Lækjargötu rakst ég á orðabók, og enga venjulega orðabók. Þetta er Sjömálabókin: Frönsk, þýsk, hebresk, rússnesk, ítölsk, portúgölsk og spænsk - í og úr ensku (ensk-frönsk og frönsk-ensk, og svo framvegis). Svosem ekkert stór bók, bara algengustu orð og eitt og eitt orðatiltæki. Tvöþúsundkall, takk fyrir. Það þykja mér ekki slæm kaup.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home