Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

6.8.07

Herramaður eldar aldrei einn

Ég er búinn að þvo sængina mína, koddana og ég fékk sængur- og koddaver í innflutningsgjöf frá mömmu. Ég er líka búinn að tæma óhreinatauskörfuna. Í tilefni af því fór ég útí Krambúð - pilsner í verðlaun. Ég tók mig þá til í leiðinni og kíkti á dvd-diskana sem voru þar til leigu. Svosem ekki mikið að sjá til að byrja með, fyrr en augu mín drógust að karlmannlegu baki Rocky Balboa. Hins vegar stöldruðu þau ekki lengi við þar, því beint fyrir neðan mátti sjá John Malkovich, Anjelica Houston og sæta stelpu (ég held að hún heiti Sophia Miles).

Nú, ég gat auðvitað ekki staðist mátið að sjá Malkovich, Houston og sæta stelpu í einni mynd (að vísu voru þau aldrei saman á skjánum á sama tíma, en það var alveg ókei samt) svo ég skoðaði hana aðeins nánar. Hún hét víst (samkvæmt því sem ritað var á boxið) Art School Confidential. Við nánari athugun mátti líka sjá náungann úr My Name Is Earl, pabbann úr Bridget Jones og strák úr Dodgeball. Nú, augljóslega gat þetta ekki verið al-slæm mynd, svo ég stakk henni í körfuna ásamt smá snarli.

Þetta er bara hin fínasta mynd. Fyndin stundum og krípí stundum og stundum alveg fjarskalega neyðarleg. Senurnar þar sem listanemarnir eru að gagnrýna verk hvers annars eru drepfyndnar - sérstaklega þegar tilgerðarlegi gaurinn talar - og sömuleiðis senurnar þar sem aðalpersónan er að reyna við einhverja stelpu. Það var bara næstum eins og klippt útúr Office.

Ef einhver villist útá vídeóleigu, eða a.m.k. útí Krambúð, þá ætti að vera alveg óhætt að grípa þessa með.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home