Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

24.8.07

Ekkert nema tilvitnanir

„I said to him, “Let me get this straight. You mean you used to dress up in a set of tights I wouldn’t wear to a Gay Pride parade, and get out in the middle of a gym on the floor with another guy - one you don’t even know - and get all wrapped up and sweaty with him in an intense embrace, while a couple of thousand people screamed at you, but it would embarrass you to put on a suit and tie and take your wife to a nightclub, hold her close, and move around in the dark to music? ARE YOU CRAZY?”“

Robert Fulghum

Ég held að það væri annars ekkert galið að vera svolítið líkur þessum náunga. Annað hvort elliært gamalmenni sem hefur tekist að telja sumum trú um að það sé kannske bara svolítið sniðugt - eða fjarska klár kall með góða sýn (jafnvel einfalda) á lífið og tilveruna. Ég er með bloggið hans á RSS, eins og svo mörg önnur, og verð alltaf svolítið kátari þegar ég sé að hann hefur bætt við nýrri færslu. Það er ekkert nema trygging fyrir því að ég muni komast í betra skap og lyftast aðeins upp ef ég les það sem hann hefur skrifað. Sé maður eitthvað niðurdreginn, þá er fátt betra til lestrar heldur en All I Really Need to Know I Learned in Kindergarten. Að hafa einhvern svona kall sem kennara held ég að sé afskaplega góð reynsla.

„At the heart of this particular instance, of course, is the old argument used to discredit Media Studies degrees - 'I can watch television programmes, so clearly a degree in them is just rubbish'. Well, I'm sure these people can read books as well,* but that doesn't invalidate English Literature degrees. To suggest that the study of sf does not require academic rigour is insulting. But I am hardly surprised.

* Actually, I'm not completely sure about that.“
Tony Keen

Annar sniðugur gaur. Ég veit ekkert um hversu góður eða virtur fræðimaður hann er (hann er, held ég, fornfræðingur), en það er fjarska gaman að lesa hann.

---

Og ein saga svona í lokin.

Ég hef verið að hreinsa aðeins útúr skápunum mínum og kommóðuskúffunum. Föt sem ég hef ekki séð, hvað þá íklæðst, í marga mánuði, jafnvel mörg ár, voru tekin og sett í svarta ruslapoka. Ég held ég hafi náð að hálf-fylla þrjá slíka. Í morgun ákvað ég svo að trítla með fyrsta pokann útí Sorpu úti við Ánanaust. Hafði að sjálfsögðu ekkert fyrir því að kíkja á opnunartíma hjá þessu fyrirtæki, heldur gerði ég bara ráð fyrir því að þar myndi opna svona um tíuleytið. Ég axlaði því pokann og hélt af stað.

Helvítis plast. Eftir smástund verður það svo óþolandi sleipt og maður svitnar svo í lófunum, það var barasta orðið talsvert puð að burðast og böðlast með þetta alla þessa leið. Kannske ég ætti bara að fá lánaða taupoka úr vinnunni til að bera restina - þá hefði maður að minnsta kosti betra tak.

Eftir dúk og disk (eða hálftíma, eftir því hvaða tímaeiningar maður notast við) var ég svo loksins kominn að hliðinu. Auðvitað opnar ekkert um tíuleytið. Hjá þessu kompaníi opnar 12:30. Nú voru góð ráð dýr. Ekki nennti ég að bera þennan poka aftur heim - svona er ég nú húðlatur - svo ég ákvað bara að fara útí Olís, sem var (og er) þarna við hliðina, og athuga hvort ég mætti e.t.v. geyma pokann þarna og koma aftur klukkan hálf eitt, já eða hvort einhver þarna á bensínstöðinni væri til í að skjótast þarna yfir með pokann þegar opnaði í Sorpu.

Eitthvað tók afgreiðslumaðurinn dræmt í það og bar fyrir sig fámenni á vinnustaðnum þessa stundina - það gæti bara enginn komist frá til þess að gera þetta, þótt hann hefði annars alveg verið til í það ef nægur mannskapur væri á staðnum.

Og hvað þá? Ég sá ekki annan kost í stöðunni en að ganga útí Europris, kaupa mér þar eitthvað í gogginn, finna mér svo einhvern afvikinn stað og halla mér í þessa tvo tíma þangað til Sorpa opnaði. En þar sem ég geng áleiðis útí Europris, framhjá Sorpu, þá sé ég bakhliðið opið. Galopið. Þá vildi svo heppilega til að einhver var mættur í vinnuna - og að sjálfsögðu mátti ég fleygja fatapokanum inn í fatagáminn, þó það nú væri.

Og hvað má læra af þessu? - Þetta reddast allt einhvern veginn.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Shit maður, ég held að ég hefði nú bara plantað pokunum pent fyrir framan hliði hefði ég verið í sömu sporum :)
-Frikki

14:56  

Skrifa ummæli

<< Home