Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

27.5.06

Jahérnahér

Ég held barasta að ég þurfi ekkert að hlusta á meira metal í sumar. Ég á eftir að gera það, auðvitað - en bara vegna þess að það er gaman, ekki vegna þess að þess sé þörf.

Þetta voru fyrsta flokks tónleikar. Agnar Eldberg (úr Lights on the Highways - sem ég kannast annars ekkert við og ég nefni bara ítarleikans vegna) opnaði tónleikana, sat þarna á sviðinu með kassagítar og stundum munnhörpu. Jæja, hann gerði meira en bara að sitja þarna, hann spilaði líka og söng. Gerði það ágætlega, söng m.a. Heart of Gold með Neil Young, og ekki er það nú slæmt lagaval. Verst var að fólkið á tónleikunum hafði fæst neinn áhuga á þessu, og var síblaðrandi sín á milli, höfðu jafnvel ekki fyrir því að klappa. Mér þykir það nú jaðra við dónaskap.

Ég var ekki með úr, og því veit ég ekki hvenær Sólstafir byrjuðu, en ég býst við að þeir hafi byrjað í kringum miðnætti. Þar sem þetta voru nú útgáfutónleikar Masterpiece of Bitterness, þá opnuðu þeir á fyrsta laginu þaðan, I Myself the Visionary Head, og höfðu meira að segja söngkonu til að opna lagið alveg eins og á disknum. Á disknum er lagið um tuttugu mínútur, og ég held að þeir hafi ekkert stytt það á tónleikunum (en eins og ég sagði, þá var ég ekki með tímamæli af neinu tæi, svo eitthvað kann mér að skjátlast). Mjög flott. Best var að það var afskaplega líkt laginu á disknum - næstum því svo líkt að það gæti hvarflað að einhverjum að þetta væri bara diskurinn spilað mjög hátt.

Bara næstum, samt.

Þetta eru hins vegar alvöru gaurar í alvöru hljómsveit. Mjög vel æfð lögin hjá þeim, öll stopp og skyndilegir keyrslukaflar pössuðu hjá þeim - enginn að ruglast og dragast aftur úr. Þetta eru engvir stráklingar sem spila bara saman á sunnudögum á milli þrjú og fjögur (eða hvað veit ég, kannske er það einmitt það sem þeir gera). Eitthvað var tæknin að ess té ríða þeim framanaf, en eftir svona tvö lög komust þeir á flug, og spiluðu bara diskinn eins og hann lagði sig.

Frábærir tónleikar, og svo eru þeir að spila á Dillon næstu helgi. Aldrei að vita nema maður athugi hverslags tónleikahúsnæði það er.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home